Varnarmenn Liverpool munu ekki þurfa að glíma við Gareth Bale í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun.
Bale er meiddur á læri og heimildir Sky herma að engar líkur séu á því að hann spili á morgun. Það sem meira er þá er tæpt að hann geti spilað stórleikinn gegn Barcelona um næstu helgi.
Bale var sagður hafa meiðst í landsleik Wales og Kýpur en hann ku hafa meiðst á æfingu á föstudag.
Fleiri leikmenn Real hafa verið að glíma við meiðsli og nægir þar að nefna menn eins og Karim Benzema, Raphael Varane og Sergio Ramos.
Bale verður ekki með gegn Liverpool

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
