Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni 20. október 2014 10:15 Ljósmyndarar þyrptust að Manning eftir leik í nótt. vísir/getty Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira