Oklahoma Thunder varð fyrir áfalli í nótt þegar lykilmaður liðsins, Russell Westbrook, meiddist.
Hann er brákaður á hönd og verður klárlega frá í einhverjar vikur. Læknar Oklahoma eru þó ekki til að gefa upp hversu lengi eins og staðan er í dag.
Westbrook meiddist í fyrri hálfleik er hann var að reyna að ná frákasti. Þá fór hann utan í félaga sinn, Kendrick Perkins, með áðurnefndum afleiðingum.
Á leið sinni til búningsklefa lenti Westbrook síðan í orðarimmu við einhverja stuðningsmenn LA Clippers en Clippers vann leikinn, 93-90.
Það er ekki gott ástand á Thunder því félagið er þegar án síns besta manns, Kevin Durant, en hann fór í aðgerð fyrr í mánuðinum.
