"Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 14:58 Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira