Davis tryggði New Orleans sigur á San Antonio | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 10:47 Davis var öflugur gegn meisturum San Antonio Spurs í nótt. Vísir/AFP Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Anthony Davis skoraði sigurkörfu New Orleans Pelicans gegn meisturum San Antonio Spurs þegar 6,6 sekúndur voru eftir og tryggði Pelikönunum eins stigs sigur, 100-99. Davis skoraði alls 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Pelikanana. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig, en meistararnir hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í vetur. Brandon Knight tryggði Milwaukee Bucks eins stigs sigur, 93-92, á Memphis Grizzlies með því að skora þrjú síðustu stig leiksins. Milwaukee varð þar með fyrst liða til að vinna Memphis í vetur. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig, en Zaph Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig og 14 fráköst. Golden State Warriors eru enn taplausir eftir 98-87 sigur á Houston Rockets í Texas. Warriors eru búnir að vinna fyrstu fimm leiki sína en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem það gerist. Warriors voru lengi vel í vandræðum í nótt, töpuðu alls 26 boltum og voru átta stigum undir í leikhléi, en lærisveinar Steve Kerr byrjuðu seinni hálfleikinn á 22-4 spretti og litu ekki til baka eftir það. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State, auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Félagi Curry úr bandaríska landsliðinu, James Harden, var atkvæðamestur hjá Houston með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar, en miðherjinn Dwight Howard lék ekki með Texas-liðinu í nótt vegna veikinda. Þá vann Los Angeles Clippers fjögurra stiga sigur, 102-106, á Portland Trail Blazers í Staples Center. J.J. Redick átti stórgóðan leik í liði Clippers, en hann var sérstaklega öflugur í byrjun fjórða leikhluta þegar Clippers náði góðu forskoti. Redick skoraði alls 30 stig úr aðeins 13 skotum. Chris Paul var sömuleiðis góður með 22 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin skilaði 23 stigum og sex fráköstum. Damian Lillard stóð upp úr í liði Portland með 25 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Framherjinn LaMarcus Aldridge skilaði 21 stigi og 10 fráköstum.Úrslitin í nótt: Portland Trail Blazers 102-106 Los Angeles Clippers Washington Wizards 97-90 Indiana Pacers New York Knicks 96-103 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 92-102 Miami Heat Boston Celtics 106-101 Chicago Bulls Golden State Warriors 98-87 Houston Rockets Memphis Grizzlies 92-93 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 100-99 San Antonio SpursSigurkarfa Anthony Davis Stephen Curry fór á kostum gegn Houston Flottustu tilþrif næturinnar NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Anthony Davis skoraði sigurkörfu New Orleans Pelicans gegn meisturum San Antonio Spurs þegar 6,6 sekúndur voru eftir og tryggði Pelikönunum eins stigs sigur, 100-99. Davis skoraði alls 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Pelikanana. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig, en meistararnir hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í vetur. Brandon Knight tryggði Milwaukee Bucks eins stigs sigur, 93-92, á Memphis Grizzlies með því að skora þrjú síðustu stig leiksins. Milwaukee varð þar með fyrst liða til að vinna Memphis í vetur. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig, en Zaph Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig og 14 fráköst. Golden State Warriors eru enn taplausir eftir 98-87 sigur á Houston Rockets í Texas. Warriors eru búnir að vinna fyrstu fimm leiki sína en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem það gerist. Warriors voru lengi vel í vandræðum í nótt, töpuðu alls 26 boltum og voru átta stigum undir í leikhléi, en lærisveinar Steve Kerr byrjuðu seinni hálfleikinn á 22-4 spretti og litu ekki til baka eftir það. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State, auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Félagi Curry úr bandaríska landsliðinu, James Harden, var atkvæðamestur hjá Houston með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar, en miðherjinn Dwight Howard lék ekki með Texas-liðinu í nótt vegna veikinda. Þá vann Los Angeles Clippers fjögurra stiga sigur, 102-106, á Portland Trail Blazers í Staples Center. J.J. Redick átti stórgóðan leik í liði Clippers, en hann var sérstaklega öflugur í byrjun fjórða leikhluta þegar Clippers náði góðu forskoti. Redick skoraði alls 30 stig úr aðeins 13 skotum. Chris Paul var sömuleiðis góður með 22 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin skilaði 23 stigum og sex fráköstum. Damian Lillard stóð upp úr í liði Portland með 25 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Framherjinn LaMarcus Aldridge skilaði 21 stigi og 10 fráköstum.Úrslitin í nótt: Portland Trail Blazers 102-106 Los Angeles Clippers Washington Wizards 97-90 Indiana Pacers New York Knicks 96-103 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 92-102 Miami Heat Boston Celtics 106-101 Chicago Bulls Golden State Warriors 98-87 Houston Rockets Memphis Grizzlies 92-93 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 100-99 San Antonio SpursSigurkarfa Anthony Davis Stephen Curry fór á kostum gegn Houston Flottustu tilþrif næturinnar
NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti