Cleveland aftur á sigurbraut | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2014 10:41 James og félagar í Cleveland Cavaliers gerðu góða ferð til Denver í gær. Vísir/Getty Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira