„Einstæður viðburður í íþróttasögunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2014 14:20 Bernard Hopkins mætir Sergey Kovalev annað kvöld. Vísir/getty Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00 Box Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00
Box Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira