Óttast að missa af því að spila með Sinfó Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2014 17:51 Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira