Liverpool hélt út pressu Real í 27 mínútur. Þá batt Karim Benzema endahnútinn á laglega sókn Real. Hann varð um leið fjórði leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem nær að skora að minnsta kosti fimm mörk í keppninni fjögur tímabil í röð.
Real Madrid fékk klárlega færi til þess að bæta við mörkum en nýtti ekki færin. Liverpool varðist að sama skapi vel en skapaði ekkert fram á við.
Real er komið áfram í keppninni en Liverpool þarf að vinna sína síðustu leiki til þess að komast áfram.