Chris Bosh var frábær í sigri Miami á Philadelpiu í nótt, en hann skoraði 30 stig og tók átta fráköst í 18 stiga sigri.
Það gengur illa hjá Los Angeles Lakers í upphafi leiktíðar, en liðið tapaði gegn Golden State Warriors í nótt. Það voru þeir Klay Thompson og Stephen Curry sem skutu Lakers-liðið algjörlega í kaf; Klay skoraði 41 stig og Curry 31. Kobe Bryant átti fínan leik fyrir Lakers og skoraði 28 stig.
Brooklyn vann sinn fyrsta sigur er liðið vann Detroit 102-90. Joe Johnson spilaði stóra rullu í þeim sigri, en hann skoraði 39 stig og gaf sex stoðsendingar.
James Harden spilaði stórt hlutverk í sigri Houston á Bolton Celtic, en hann skoraði alls 26 stig. Terrence Jones bætti við öðrum 25 fyrir Houston, en stórstjarnan Dwight Howard skoraði 14.
Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan sem ásamt myndböndum.
Öll úrslitin:
Dallas - New Orleans 109-104
Milwaukee - Washington 97-108
Chicago - Minnesote 106-105
Memphis - Charlotte 71-69
Indiana - Atlanta 92-102
Denver - Oklahoma City 91-102
Toronto - Orlando 108-95
Brooklyn - Detroit 102-90
Phoenix - Utah 91-118
Miami - Philadelphia 114-96
Boston - Houston 90-104
Los Angeles Lakers - Golden State 104-127