Lögreglustjóri hugsanlega brotið lög og gæti þurft að víkja Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2014 19:20 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira