Lögreglustjóri hugsanlega brotið lög og gæti þurft að víkja Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2014 19:20 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lekamálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Lekamálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira