NBA-stjarnan Dwight Howard er mikið í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana eftir ásakanir um barnaníð.
Fyrrum unnusta Howard, Royce Reed, heldur málinu á lofti og neitar að gefast upp. Fyrr í vikunni var Howard sýknaður af öllum sökum í málinu í rannsókn sem fram fór í Flórída.
Aðeins tveim dögum síðar hefur málið verið tekið upp að nýju í Georgíu-fylki eftir að nýjar upplýsingar komu fram.
Howard á að hafa viðurkennt fyrir lögreglu að hafa flengt sex ára gamlan son sinn með belti. Barnið var skoðað af lækni og þá á að hafa komið í ljós að hann flengdi barnið með sylgjunni á beltinu. Sá töluvert á barninu. Engu að síður var málið fellt niður.
Howard hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sorglegt að fyrrum unnusta sín og barnsmóðir sé að nota börnin í deilu þeirra. Hann muni halda áfram að gera sitt besta til þess að vernda börnin.
Þessi fjölskylduharmleikur er því ekki á enda og verður áfram í fréttunum næstu vikurnar að öllum líkum.
Flengdi sex ára son sinn með belti

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn


Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn