Rooney: Mjög sérstakt kvöld fyrir mig

„Þetta var frábær sigur hjá okkur í kvöld. Við töluðum um andrúmsloftið fyrir leikinn og það var æðislegt. Við urðum því að sýna okkar karakter í kvöld. Skotar byrjuðu betur en við vorum góðir með boltann og sýndum mikinn andlegan styrk. Við stjórnuðum leiknum að mínu mati eftir fyrsta markið," sagði Wayne Rooney við Sky Sports.
„Eftir að Skotarnir minnkuðu muninn í 2-1 þá hefði þetta geta orðið smá stress en við svöruðum frábærlega. Þetta er frábær frammistaða og frábær sigur," sagði Wayne Rooney.
„Þetta var líka mjög sérstakt kvöld fyrir mig, að skora tvö mörk fyrir England á móti Skotlandi á Celtic Park," sagði Rooney.
Tengdar fréttir

Rooney með tvö í sigri á Skotum - Írar burstuðu Bandaríkjamenn
Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið í 3-1 sigri á nágrönnum sínum í Skotlandi í vináttulandsleik á Celtic Park í Glasgow í kvöld. Írar unnu á sama tíma 4-1 stórsigur á Bandaríkjunum.

Danir töpuðu í Rúmeníu
Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld.

Helsti keppinautur Kolbeins enn á ný á skotskónum
Arkadiusz Milik, framherji Ajax, skoraði seinna mark Pólverja í 2-2 jafntefli á móti Sviss í vináttulandsleik í Wroclaw í Póllandi í kvöld.

21 árs fyrirliði Frakka með sigurmarkið gegn Svíum
Frakkland og Ítalía unnu bæði 1-0 sigra í vináttlandsleikjum í kvöld, Frakkar unnu Svía í Marseille en Ítalir unnu Albani í Genúa. Bæði sigurmörkin voru skallamörk eftir hornspyrnu.

Stórglæsilegt mark Roberto Firmino tryggði Brössum sigur
Glæsilegt sigurmark varamannsins Roberto Firmino tryggði Brasilíumönnum 2-1 sigur á Austurríki í vináttulandsleik í kvöld en spilað var á Ernst-Happel leikvanginum í Vín.

Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán
Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni.