Mótmælin á Austurvelli: "Horfi út fyrir landsteinana“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. nóvember 2014 19:30 Um 800 manns mætti á Austurvöll í dag og krafðist þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segði af sér embætti í kjölfar þáttar hennar í lekamálinu. Mótmælendur létu einnig í ljós óánægju sína með stöðu mála í kjaradeilu ríkis og lækna og hina svokölluðu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta er þriðja mánudaginn í röð sem mótmælt er á Austurvelli. Á meðan fólk tíndist á völlinn voru lög á borð við Burning Down the House með Talking Heads, Loser með Beck og Sabotage með Beastie Boys leikin í hljóðkerfinu. Í kjölfarið steig Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir á svið og setti fundinn. Meðal þess sem kom fram í máli hennar má nefna óánægju með stöðu húsnæðismála og hve erfið staða námsmanna sé. Aðrir á mælendaskrá voru Hemúllinn, Bragi Páll Sigurðsson og Illugi Jökulsson en Illuga var tíðrætt um vandamál forsætisráðherra. Í miðju læknaverkfalli væri hans helsta áhyggjumál hvaða bíl hann skyldi aka um á á komandi árum.Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, mannvistfræðingur og fundarstjóri í dag.Vísir/stefán„Þau eiga að fara, ekki unga fólkið“ „Þegar ég var beðin um að vera fundarstjóri sá ég mér leik á borði að koma fáeinum hlutum frá mér sem hafa angrað mig. Ég tilheyri hópi unga fólksins á þessu landi sem horfir ekki fram á merkilega framtíð, við erum föst á leigumarkaðnum með verðtryggð námslán og sjáum ekki hvernig okkar staða á eftir að skána. Ég vil gera eitthvað í hlutunum, það er ekki unga fólkið sem á að fara heldur þau,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir en hún stýrði fundinum. „Ég vil sjá nýja stjórnarskrá sem búið er að semja og kjósa um. Einnig vil ég sjá nýja stjórnmálahegðun, að átakastjórnmálunum ljúki. Flokkarnir eiga allir að vinna að sama markmiði, að auka hag landsmanna. Baktjaldamakkinu verður að ljúka.“Grímur Atlason, skipuleggjandi Iceland AirwavesVísir/stefán„Versta tegund populisma sem til er“ „Ég tek heilshugar undir yfirskrift mótmælanna, jæja Hanna Birna, en það er ekki aðeins hún heldur stjórnsýslan eins og hún leggur sig. Við erum svo ótrúlega langt á eftir öllum lýðræðisríkjum. Ég bjó lengi í Danmörku og þar gat ég treyst því að ef fólk laug þá fór það ekki lengur með embætti. Þú verður að velja hvort þú ætlar að ljúga eða hvort þú ætlar að sinna embætti þínu,“ segir Grímur Atlason. „Ég er líka að mótmæla því að 40 milljarðar sem eru teknir til að greiða inn á svokallaðan forsendubrest. Þetta er hreinlega versta tegund populisma sem til er því einhverstaðar verða þessir peningar að koma og þarf að skera niður á móti.“ „Þetta eru sömu menn sem með annari tegund populisma segja að listamenn séu að þiggja hér einhverja peninga, þetta eru hreinlega tíkallar miðað við bullið sem verið er að sturta niður. Bara Airwaves, til að mynda, skilaði í ríkiskassann öllum listamannalaununum og öllum tónlistarsjóði. Þetta eru hinar svokölluðu afætur samfélagsins sem sáu um það.“Hulda Hólmkelsdóttir, stjórnmálafræðinemi og talskona UVG.Vísir/Stefán„Horfi út fyrir landsteinana“ „Í dag er ég að mótmæla því mér finnst Hanna Birna ekki vera starfi sínu vaxin eftir þetta lekamál. Einnig af því að ég er ekki ánægð með þessa ríkisstjórn og hennar störf almennt. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að taka tillit til þess að það virðist vera vaxandi óánægja með hana í samfélaginu og ef þau sjá það ekki þá er það afar undarlegt,“ segir neminn Hulda Hólmkelsdóttir. „Í fyrsta lagi finnst mér að Hanna Birna eigi að segja af sér eða biðjast afsökunar á hátt sem má taka mark á. Jafnfram er fáránlegt að ekki sé búið að semja við tónlistarkennara né lækna og að prófessorar í ríkisháskólunum séu á leið í verkfall. Ég heyrði einnig útundan mér að læknar væru að hóta því að segja upp um áramót ef samningar næðust ekki og það er ekki hægt. Hvort sem þú vilt ríkis- eða einkarekið heilbrigðiskerfi þá verður þú að hafa starfsfólk til að vinna við það.“ „Ég horfi út fyrir landsteinana strax og ég er búin með mína gráðu. Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir mér að búa á Íslandi í framtíðinni.“Leifur Eiríksson, tónlistarmaður og einn skipuleggjanda mótmælanna.Vísir/Stefán„Fólk er í lífshættu“ „Ég er að mótmæla því nú er staðan orðin slík að fólk er í lífshættu út af læknaverkfallinu. Það er samt aðeins einn fárra hluta, það hriktir í mörgum grunnstoðum samfélagsins og á meðan halda peningar áfram að streyma til fólks sem á peninga fyrir. Það er stórhættulegt ástand,“ segir Leifur Eiríksson en hann er einn þeirra sem stendur á bakvið mótmælin. „Ég mun halda áfram að mótmæla þar til við erum komin með réttlátara kosningakerfi. Núna kýstu þann sem þér er minnst illa við og svo ráðstafar flokkurinn atkvæði þínu eftir sínu höfði. Það er eins og ábyrgð stjórnmálamanna liggi fyrst og fremst í því að fylgja flokknum sínum í stað þess að þjóna landsmönnum.“ Lekamálið Tengdar fréttir Boða til mótmæla þriðju vikuna í röð Um tvö þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin sem eru undir yfirskriftinni „Jæja, Hanna Birna!“ 15. nóvember 2014 21:39 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Um 800 manns mætti á Austurvöll í dag og krafðist þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segði af sér embætti í kjölfar þáttar hennar í lekamálinu. Mótmælendur létu einnig í ljós óánægju sína með stöðu mála í kjaradeilu ríkis og lækna og hina svokölluðu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta er þriðja mánudaginn í röð sem mótmælt er á Austurvelli. Á meðan fólk tíndist á völlinn voru lög á borð við Burning Down the House með Talking Heads, Loser með Beck og Sabotage með Beastie Boys leikin í hljóðkerfinu. Í kjölfarið steig Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir á svið og setti fundinn. Meðal þess sem kom fram í máli hennar má nefna óánægju með stöðu húsnæðismála og hve erfið staða námsmanna sé. Aðrir á mælendaskrá voru Hemúllinn, Bragi Páll Sigurðsson og Illugi Jökulsson en Illuga var tíðrætt um vandamál forsætisráðherra. Í miðju læknaverkfalli væri hans helsta áhyggjumál hvaða bíl hann skyldi aka um á á komandi árum.Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, mannvistfræðingur og fundarstjóri í dag.Vísir/stefán„Þau eiga að fara, ekki unga fólkið“ „Þegar ég var beðin um að vera fundarstjóri sá ég mér leik á borði að koma fáeinum hlutum frá mér sem hafa angrað mig. Ég tilheyri hópi unga fólksins á þessu landi sem horfir ekki fram á merkilega framtíð, við erum föst á leigumarkaðnum með verðtryggð námslán og sjáum ekki hvernig okkar staða á eftir að skána. Ég vil gera eitthvað í hlutunum, það er ekki unga fólkið sem á að fara heldur þau,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir en hún stýrði fundinum. „Ég vil sjá nýja stjórnarskrá sem búið er að semja og kjósa um. Einnig vil ég sjá nýja stjórnmálahegðun, að átakastjórnmálunum ljúki. Flokkarnir eiga allir að vinna að sama markmiði, að auka hag landsmanna. Baktjaldamakkinu verður að ljúka.“Grímur Atlason, skipuleggjandi Iceland AirwavesVísir/stefán„Versta tegund populisma sem til er“ „Ég tek heilshugar undir yfirskrift mótmælanna, jæja Hanna Birna, en það er ekki aðeins hún heldur stjórnsýslan eins og hún leggur sig. Við erum svo ótrúlega langt á eftir öllum lýðræðisríkjum. Ég bjó lengi í Danmörku og þar gat ég treyst því að ef fólk laug þá fór það ekki lengur með embætti. Þú verður að velja hvort þú ætlar að ljúga eða hvort þú ætlar að sinna embætti þínu,“ segir Grímur Atlason. „Ég er líka að mótmæla því að 40 milljarðar sem eru teknir til að greiða inn á svokallaðan forsendubrest. Þetta er hreinlega versta tegund populisma sem til er því einhverstaðar verða þessir peningar að koma og þarf að skera niður á móti.“ „Þetta eru sömu menn sem með annari tegund populisma segja að listamenn séu að þiggja hér einhverja peninga, þetta eru hreinlega tíkallar miðað við bullið sem verið er að sturta niður. Bara Airwaves, til að mynda, skilaði í ríkiskassann öllum listamannalaununum og öllum tónlistarsjóði. Þetta eru hinar svokölluðu afætur samfélagsins sem sáu um það.“Hulda Hólmkelsdóttir, stjórnmálafræðinemi og talskona UVG.Vísir/Stefán„Horfi út fyrir landsteinana“ „Í dag er ég að mótmæla því mér finnst Hanna Birna ekki vera starfi sínu vaxin eftir þetta lekamál. Einnig af því að ég er ekki ánægð með þessa ríkisstjórn og hennar störf almennt. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að taka tillit til þess að það virðist vera vaxandi óánægja með hana í samfélaginu og ef þau sjá það ekki þá er það afar undarlegt,“ segir neminn Hulda Hólmkelsdóttir. „Í fyrsta lagi finnst mér að Hanna Birna eigi að segja af sér eða biðjast afsökunar á hátt sem má taka mark á. Jafnfram er fáránlegt að ekki sé búið að semja við tónlistarkennara né lækna og að prófessorar í ríkisháskólunum séu á leið í verkfall. Ég heyrði einnig útundan mér að læknar væru að hóta því að segja upp um áramót ef samningar næðust ekki og það er ekki hægt. Hvort sem þú vilt ríkis- eða einkarekið heilbrigðiskerfi þá verður þú að hafa starfsfólk til að vinna við það.“ „Ég horfi út fyrir landsteinana strax og ég er búin með mína gráðu. Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir mér að búa á Íslandi í framtíðinni.“Leifur Eiríksson, tónlistarmaður og einn skipuleggjanda mótmælanna.Vísir/Stefán„Fólk er í lífshættu“ „Ég er að mótmæla því nú er staðan orðin slík að fólk er í lífshættu út af læknaverkfallinu. Það er samt aðeins einn fárra hluta, það hriktir í mörgum grunnstoðum samfélagsins og á meðan halda peningar áfram að streyma til fólks sem á peninga fyrir. Það er stórhættulegt ástand,“ segir Leifur Eiríksson en hann er einn þeirra sem stendur á bakvið mótmælin. „Ég mun halda áfram að mótmæla þar til við erum komin með réttlátara kosningakerfi. Núna kýstu þann sem þér er minnst illa við og svo ráðstafar flokkurinn atkvæði þínu eftir sínu höfði. Það er eins og ábyrgð stjórnmálamanna liggi fyrst og fremst í því að fylgja flokknum sínum í stað þess að þjóna landsmönnum.“
Lekamálið Tengdar fréttir Boða til mótmæla þriðju vikuna í röð Um tvö þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin sem eru undir yfirskriftinni „Jæja, Hanna Birna!“ 15. nóvember 2014 21:39 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Boða til mótmæla þriðju vikuna í röð Um tvö þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin sem eru undir yfirskriftinni „Jæja, Hanna Birna!“ 15. nóvember 2014 21:39