Fékk 12,4 milljóna sekt fyrir að blóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 23:00 Rex Ryan, þjálfari New York Jets. Vísir/Getty Rex Ryan, þjálfari New York Jets, í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum missti út úr sér miður falleg orð fyrir framan sjónvarpsvélarnar í leik á dögunum og það kostar hann væna sekt. NFL-deildin ákvað að sekta Rex Ryan um hundrað þúsund dali sem gera um 12,4 milljónir íslenskra króna. Þetta er ekki fyrsta sekt Ryan sem hefur nú þurft að greiða samtals 225 þúsund dollara í sekt á síðustu sex árum. Rex Ryan missti ljótu orðin út úr sér eftir langþráðan sigur í leik á móti Pittsburgh Steelers en fyrir þann leik hafði New York Jets tapaði átta leikjum í röð. Rex Ryan náðist á mynd öskra "F--- you!" í átt að einhverjum á vellinum rétt eftir að leiktíminn rann út og hann var að ganga út á miðjan völl til að þakka þjálfara mótherjanna fyrir leikinn. „Ég hélt ég væri að segja Takk fyrir (Thank you)," sagði Rex Ryan í léttum tón þegar hann hitti blaðamenn daginn eftir leikinn. „Það gengur oft mikið á í leikjunum og menn sýna miklar tilfinningar. Það er samt stundum best að skilja það sem gerist á vellinum eftir á vellinum. Ég þarf samt að standa mig betur að stjórna þessum tilfinningum. Ég biðst afsökunar á því ef ég hef móðgað einhvern," sagði Rex Ryan. Rex Ryan er mjög litríkur persónuleiki, vinsæll meðal fjölmiðlamanna og hann hefur einnig fengið lítil hlutverk í kvikmyndum enda einn þekktasti þjálfarinn í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Rex Ryan, þjálfari New York Jets, í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum missti út úr sér miður falleg orð fyrir framan sjónvarpsvélarnar í leik á dögunum og það kostar hann væna sekt. NFL-deildin ákvað að sekta Rex Ryan um hundrað þúsund dali sem gera um 12,4 milljónir íslenskra króna. Þetta er ekki fyrsta sekt Ryan sem hefur nú þurft að greiða samtals 225 þúsund dollara í sekt á síðustu sex árum. Rex Ryan missti ljótu orðin út úr sér eftir langþráðan sigur í leik á móti Pittsburgh Steelers en fyrir þann leik hafði New York Jets tapaði átta leikjum í röð. Rex Ryan náðist á mynd öskra "F--- you!" í átt að einhverjum á vellinum rétt eftir að leiktíminn rann út og hann var að ganga út á miðjan völl til að þakka þjálfara mótherjanna fyrir leikinn. „Ég hélt ég væri að segja Takk fyrir (Thank you)," sagði Rex Ryan í léttum tón þegar hann hitti blaðamenn daginn eftir leikinn. „Það gengur oft mikið á í leikjunum og menn sýna miklar tilfinningar. Það er samt stundum best að skilja það sem gerist á vellinum eftir á vellinum. Ég þarf samt að standa mig betur að stjórna þessum tilfinningum. Ég biðst afsökunar á því ef ég hef móðgað einhvern," sagði Rex Ryan. Rex Ryan er mjög litríkur persónuleiki, vinsæll meðal fjölmiðlamanna og hann hefur einnig fengið lítil hlutverk í kvikmyndum enda einn þekktasti þjálfarinn í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira