Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. nóvember 2014 18:20 Helgi segist ekki hafa upplifað gagnrýni á borð við þá sem kom frá Hönnu Birnu frá viðlíka aðila. Vísir / GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“ Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“
Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira