Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. nóvember 2014 18:20 Helgi segist ekki hafa upplifað gagnrýni á borð við þá sem kom frá Hönnu Birnu frá viðlíka aðila. Vísir / GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“ Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“
Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira