Körfubolti

Rose meiddist enn og aftur | Myndbönd

Derrick Rose.
Derrick Rose. vísir/getty
Það á ekki af stjörnu Chicago Bulls, Derrick Rose, að ganga en hann meiddist enn eina ferðina í nótt.

Blessunarlega virðist hann vera lítillega meiddur að þessu sinni. „Ég held að þetta sé eitthvað minniháttar," sagði Rose en hann fer í frekari skoðanir í dag.

Margir óttuðust þó að hann væri að lenda í enn einum erfiðu meiðslunum er hann rann til og lá eftir óvígur.

Annars var Pau Gasol stigahæstur Bulls í sigri á Toronto. Hann skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. Rose skoraði 20 stig áður en hann meiddist.

Philadelphia fékk svo heldur betur á baukinn hjá Dallas sem vann með 53 stiga mun. Tölur sem sjást sjaldan í NBA-deildinni.

Þetta var stærsti sigur í sögu Dallas-liðsins. Sigurinn kom svo sem ekki á óvart þar sem Philadelphia er eina liðið í deildinni sem hefur ekki unnið leik.

Stærsti sigur í sögu Dallas var 50 stiga sigur á NY Knicks árið 2010. Philadelphia hefur tapað átta leikjum í röð en lélegasti árangur í sögu félagsins er tap í fyrstu 15 leikjunum árið 1972.

Úrslit:

Memphis-Sacramento  111-110

Toronto-Chicago  93-100

Dallas-Philadelphia  123-70

Golden State-Brooklyn  107-99

Troðsla hjá Rudy Gay. Ótrúleg tilþrif hjá Courtney Lee. Smekkleg sending hjá Greivis Vasquez.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×