Grafarþögn í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2014 15:24 Ráðuneytið vísar í formsatriði, sem er að allar fyrirspurning eða samband við starfsmenn ráðuneytisins verði að fara í gegnum upplýsingafulltrúa, sem er í fríi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla. Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla.
Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira