NBA-stjarnan Blake Griffin þarf að mæta í réttarsal rétt fyrir jól.
Griffin hefur verið ákærður fyrir minniháttar líkamsárás í Las Vegas þar sem hann var að skemmta sér.
LA Clippers-stjarnan lenti í útistöðum á skemmtistað þar í borg sem endaði með því að hann sló mann utan undir og kreisti hönd hans. Kannski ekki mikið segja sumir en þó nóg til þess að kæra í Bandaríkjunum.
Griffin þarf að mæta fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi vegna málsins. Sama dag á Clippers heimaleik gegn Phoenix.
Griffin kærður fyrir líkamsárás

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

