Bakvörður LA Lakers, Wayne Ellington, er kominn í ótímabundið frá hjá félaginu eftir að faðir hans fannst myrtur á sunnudag.
Ellingtin eldri var skotinn til bana í bíl sínum á gatnamótum í Fíladelfíu. Lögreglan hefur engan grunaðan um verknaðinn.
Leikmaðurinn fékk fréttirnar eftir leik Lakers og Charlotte á sunnudag. Hann hefur beðið fjölmiðla um að virða einkalíf sitt og fjölskyldunnar meðan hún syrgir.
Byron Scott, þjálfari Lakers, segir óákveðið hvenær Ellington snúi aftur. Hann fái þann tíma í frí sem hann þurfi.
