

Það sem við þykjumst vita
Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna.
Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008.
Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins.
Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun.
Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki?
Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi?
Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur?
Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna.
Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Skoðun

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar