Körfubolti

Lakers vann sinn fyrsta sigur | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jeremy Lin var stigahæstur í liði Lakers í nótt ásamt Kobe Bryant.
Jeremy Lin var stigahæstur í liði Lakers í nótt ásamt Kobe Bryant. Vísir/AFP
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Kobe Bryant og Jeremy Lin skoruðu 21 stig hvor þegar Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, gegn Charlotte Hornets í Staples Center. Lokatölur 92-107, Lakers í vil.

Miami Heat vann góðan sigur á Dallas Mavericks, 105-96, í Texas. Loul Deng var öflugur í liði Miami með 30 stig, en Chris Bosh og Dwayne Wade stóðu einnig fyrir sínu.

Bosh skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Wade skilaði 20 stigum og tíu stoðsendingum.

Monta Ellis var stigahæstur í liði Dallas með 23 stig, en Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur oft átt betri leiki en gegn Miami í nótt.

Oklahoma City Thunder batt enda á sigurgöngu Sacramento Kings með átta stiga sigri, 93-101, í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma.

Reggie Jackson, sem hefur fengið stærra hlutverk í liði Oklahoma í meiðslum Kevins Durant og Russells Westbrook, fór fyrir sínum mönnum með 22 stigum og sex stoðsendingum, en Jackson skoraði helming stiga sinna í fjórða leikhluta.

Rudy Gay var atkvæðamestur í liði Sacramento með 23 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Orlando Magic 96-104 Brooklyn Nets

Utah Jazz 97-96 Detroit Pistons

Sacramento Kings 93-101 Oklahoma City Thunder

Philadelphia 76ers 88-120 Toronto Raptors

Miami Heat 105-96 Dallas Mavericks

Golden State Warriors 95-107 Phoenix Suns

Denver Nuggets 100-116 Portland Trail Blazers

Charlotte Hornets 92-107 Los Angeles Lakers

Flottustu tilþrif næturinnar Frábær leikur Louls Deng
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×