Westbrook fór mikinn í endurkomuleiknum, skoraði 32 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Amar'e Stoudmire var stigahæstur hjá New York með 20 stig, en liðið lék án Carmelos Anthony sem glímir við bakmeiðsli.
Þetta var þriðja tap New York í röð, en OKC vann hins vegar tvo leiki í röð í fyrsta sinn á tímabilinu.
Memphis Grizzlies stöðvaði níu leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers með 112-99 sigri í Portland. Memphis er sem fyrr efst í Vesturdeildinni, en liðið hefur unnið 14 af 16 leikjum sínum á tímabilinu.
Marc Gasol og Mike Conley fóru mikinn í liði Memphis í nótt, en liðið er ósigrað í tíu leikjum gegn liðum úr Vesturdeildinni.
Gasol skoraði 26 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar og Conley daðraði við þrefalda tvennu með 21 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar.
San Antonio Spurs hefur heldur betur hrist af sér slyðruorðið eftir erfiða byrjun á tímabilinu og í nótt vann liðið sjötta sigur sinn í röð, og þann níunda í síðustu tíu leikjum, þegar Sacramento Kings voru lagðir af velli, 104-112.
Annan leikinn í röð gat Gregg Popvich, þjálfari meistaranna, ekki stýrt sínum mönnum vegna veikinda, en það kom ekki að sök. Frakkinn Tony Parker stóð upp úr í jöfnu liði Spurs með 27 stig og átta stoðsendingar.
Þá vann Dallas Mavericks góðan sigur á Toronto Raptors, toppliði Austurdeildarinnar, 106-102, en leikurinn fór fram á heimavelli Toronto í Kanada.
Monta Ellis var stigahæstur í liði Dallas með 30 stig, en liðið er í 6. sæti Vesturdeildarinnar.
Öll úrslit næturinnar:
Boston Celtics 102-109 Chicago Bulls
Charlotte Hornets 101-106 Golden State Warriors
Atlanta Hawks 100-91 New Orleans Pelicans
Detroit Pistons 88-104 Milwaukee Bucks
Toronto Raptors 102-106 Dallas Mavericks
Houston Rockets 85-102 Los Angeles Clippers
Oklahoma City Thunder 105-78 New York Knicks
Indiana Pacers 98-83 Orlando Magic
San Antonio Spurs 112-104 Sacramento Kings
Denver Nuggets 122-97 Phoenix Suns
Portland Trail Blazers 99-112 Memphis Grizzlies
Los Angeles Lakers 119-120 Minnesota Timberwolves