Cristiano Ronaldo fagnar í leiknum í kvöld.vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði eina markið er Real Madrid hafði betur gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar með jafnaði hann árangur Raúl en báðir hafa skorað 71 mörk í Meistaradeild Evrópu.
Aðeins Lionel Messi hefur skorað fleiri mörk í keppninni en hann komst upp í 74 mörk í gær er hann skoraði þrennu fyrir Barcelona gegn APOEL á Kýpur.
Real Madrid vann í kvöld sinn fimmtánda sigur í öllum keppnum kvöld en það er félagsmet. Liðið er með fimmtán stig í B-riðli og búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum fyrir löngu.
Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark Real Madrid: