Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi var markið glæsilegt en Suarez náði að snúa af sér varnarmann og setja boltann snyrtilega í markhornið.
Suarez kom til Barcelona frá Liverpool í sumar en hóf leiktíðina í banni fyrir að bíta Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu í sumar.