Veður fer heldur kólnandi og á láglendi og er því hálka eða líkur á hálku víða um land. Einkum við vestan- og suðvestanvert landið en einnig norðan- og norðaustanlands, sérstaklega á fjallvegum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Snjóþekja er á Mosfellsheiði, en annars er greiðfært á Suður og Suðausturlandi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku. Hálkublettir eru nokkuð víða á norðanverðu landinu.
Á Vestfjörðum er þæfingsfærð og skafrenningur á Hrafnseyrarheiði en snjóþekja og éljagangur á Dynjandisheiði, Trostansfirði og á Kleifaheiði. Hálka og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdán og Mikladal.Hálka er á Fjarðarheiði fyrir austan.

