Enn tapar Cavaliers | Davis fór á kostum í Utah | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. nóvember 2014 11:00 Ekkert gengur hjá Cavaliers vísir/ap Níu leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Enn jókst á vandræði Cleveland Cavaliers sem tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Toronto Raptors. Raptors hefur byrjað tímabilið frábærlega og unnið 11 af 13 leikjum sínum en Cavaliers með LeBron James í broddi fylkingar hefur aðeins unnið fimm af 12 leikjum sínum og nú tapað fjórum leikjum í röð því Raptors vann leik liðanna í nótt 110-93. Cavaliers byrjuðu leikinn vel og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 34-21 en Raptors snéri leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og var tveimur stigum yfir í hálfleik. Raptors gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og átti Cavaliers aldrei möguleika eftir hálfleikinn. Varamaðurinn Louis Williams fór á kostum fyrir Raptors og skoraði 36 stig en hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum. Kyle Lowry skoraði 23 stig og DeMar DeRozan 20.Kevin Love skoraði 23 stig fyrir Cavaliers og Kyrie Irving 21 en LeBron James skoraði aðeins 15 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar.Anthony Davis fór á kostum fyrir New Orleans Pelicans sem skelltu Utah Jazz 106-94 á útivelli. Davis skoraði 43 stig en hann hitti úr 16 af 23 skotum sínum utan af velli og úr 11 af 12 vítaskotum sínum. Hann tók auk þess 14 fráköst. Pelicans hefur unnið sjö af 12 leikjum sínum en Jazz fimm af 14. Gordon Hayward skoraði 31 stig fyrir Jazz. Stórleikur næturinnar var í Houston þar sem heimamenn í Rockets mörðu nágrana sína í Dallas Mavericks 95-92 og það án Dwight Howard. Rockets höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn og Mavericks unnið sex í röð en James Harden sá til þess að Rockets kæmust á sigurbraut á ný þegar hann skoraði fimm af 32 stigum sínum undir lok leiksins.Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Rockets en Monta Ellis var stigahæstur hjá Mavericks með 17 stig. Miklu munaði um að Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik en hann skoraði aðeins 11 stig úr 18 skotum utan af velli. Hann hitti ekki úr neinu af 8 þriggja stiga skotum sínum sem er mjög óvenjulegt fyrir Þjóðverjann öfluga.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Phoenix Suns 83-106 Orlando Magic – Miami Heat 92-99 Cleveland Cavaliers – Toronto Raptors 93-110 New York Knicks – Philadelphia 76ers 91-83 Houston Rockets – Dallas Mavericks 95-92 Minnesota Timberwolves – Sacramento Kings 101-113 Milwaukee Bucks – Washington Wizards 100-111 San Antonio Spurs – Brooklyn Nets 99-87 Utah Jazz – New Orleans Pelicans 94-106Davis og stigin 43: Nýliðinn Andrew Wiggins setur niður 29 stig: Duncan með sendingu yfir allan völlin: Cavaliers - Raptors: Rockets - Mavericks: NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Níu leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Enn jókst á vandræði Cleveland Cavaliers sem tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Toronto Raptors. Raptors hefur byrjað tímabilið frábærlega og unnið 11 af 13 leikjum sínum en Cavaliers með LeBron James í broddi fylkingar hefur aðeins unnið fimm af 12 leikjum sínum og nú tapað fjórum leikjum í röð því Raptors vann leik liðanna í nótt 110-93. Cavaliers byrjuðu leikinn vel og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 34-21 en Raptors snéri leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og var tveimur stigum yfir í hálfleik. Raptors gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og átti Cavaliers aldrei möguleika eftir hálfleikinn. Varamaðurinn Louis Williams fór á kostum fyrir Raptors og skoraði 36 stig en hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum. Kyle Lowry skoraði 23 stig og DeMar DeRozan 20.Kevin Love skoraði 23 stig fyrir Cavaliers og Kyrie Irving 21 en LeBron James skoraði aðeins 15 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar.Anthony Davis fór á kostum fyrir New Orleans Pelicans sem skelltu Utah Jazz 106-94 á útivelli. Davis skoraði 43 stig en hann hitti úr 16 af 23 skotum sínum utan af velli og úr 11 af 12 vítaskotum sínum. Hann tók auk þess 14 fráköst. Pelicans hefur unnið sjö af 12 leikjum sínum en Jazz fimm af 14. Gordon Hayward skoraði 31 stig fyrir Jazz. Stórleikur næturinnar var í Houston þar sem heimamenn í Rockets mörðu nágrana sína í Dallas Mavericks 95-92 og það án Dwight Howard. Rockets höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn og Mavericks unnið sex í röð en James Harden sá til þess að Rockets kæmust á sigurbraut á ný þegar hann skoraði fimm af 32 stigum sínum undir lok leiksins.Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Rockets en Monta Ellis var stigahæstur hjá Mavericks með 17 stig. Miklu munaði um að Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik en hann skoraði aðeins 11 stig úr 18 skotum utan af velli. Hann hitti ekki úr neinu af 8 þriggja stiga skotum sínum sem er mjög óvenjulegt fyrir Þjóðverjann öfluga.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Phoenix Suns 83-106 Orlando Magic – Miami Heat 92-99 Cleveland Cavaliers – Toronto Raptors 93-110 New York Knicks – Philadelphia 76ers 91-83 Houston Rockets – Dallas Mavericks 95-92 Minnesota Timberwolves – Sacramento Kings 101-113 Milwaukee Bucks – Washington Wizards 100-111 San Antonio Spurs – Brooklyn Nets 99-87 Utah Jazz – New Orleans Pelicans 94-106Davis og stigin 43: Nýliðinn Andrew Wiggins setur niður 29 stig: Duncan með sendingu yfir allan völlin: Cavaliers - Raptors: Rockets - Mavericks:
NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira