Bjarni: Ekki úrslitaatriði að eftirmaður Hönnu Birnu sé kona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 20:48 Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið. Rætt var við Bjarna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann lýsti fyrstu viðbrögðum sínum við ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér embætti. „Við höfum fundað út af þessu máli margoft á fundanförnum vikum og mánuðum. Þetta á sinn hátt kom mér á óvart að hún væri komin að þessari niðurstöðu en hún færir fyrir henni gild rök. Það er orðið erfitt fyrir hana að sinna því verkefni sem hún hefur tekið að sér í innanríkisráðuneytinu og ég hef á því skilning og ég ber virðingu fyrir hennar niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri búið að velja eftirmann ráðherrans. „Ég legg áherslu á að við gerum það mjög hratt. Við munum ræða það í þingflokknum á næstu dögum og ég hef rætt um það við forsætisráðherra að ég telji mikilvægt að við ljúkum því sem allra fyrst.“Samkvæmt okkar heimildum koma Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson helst til greina sem eftirmenn hennar. Er eitthvað hæft í því? „Það er ekkert um þetta að segja á þessum tímapunkti. Það koma mjög margir til greina ef út í það er farið. Aðalatriðið er að það hefur engin ákvörðun verið tekin og þetta er á algjöru frumstigi.“Leggurðu áherslu á að kona leysi hana af hólmi? „Það er auðvitað eitt af því sem mér finnst eðlilegt að við horfum til en það er ekki úrslitaatriði í mínum huga.“Hver er staða hennar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir allt sem á undan er gengið? „Ef eitthvað er mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleift að sinna flokksstarfinu og þeim verkefnum sem fylgja varaformannsembættinu. Hún kemur síðan inn á þingið og verður augljóslega lykilþingmaður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þingið er miðjan í því sem við erum að gera og hún verður áfram í lykilstöðu fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ sagði Bjarni Benediktsson. Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42 Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið. Rætt var við Bjarna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann lýsti fyrstu viðbrögðum sínum við ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér embætti. „Við höfum fundað út af þessu máli margoft á fundanförnum vikum og mánuðum. Þetta á sinn hátt kom mér á óvart að hún væri komin að þessari niðurstöðu en hún færir fyrir henni gild rök. Það er orðið erfitt fyrir hana að sinna því verkefni sem hún hefur tekið að sér í innanríkisráðuneytinu og ég hef á því skilning og ég ber virðingu fyrir hennar niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri búið að velja eftirmann ráðherrans. „Ég legg áherslu á að við gerum það mjög hratt. Við munum ræða það í þingflokknum á næstu dögum og ég hef rætt um það við forsætisráðherra að ég telji mikilvægt að við ljúkum því sem allra fyrst.“Samkvæmt okkar heimildum koma Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson helst til greina sem eftirmenn hennar. Er eitthvað hæft í því? „Það er ekkert um þetta að segja á þessum tímapunkti. Það koma mjög margir til greina ef út í það er farið. Aðalatriðið er að það hefur engin ákvörðun verið tekin og þetta er á algjöru frumstigi.“Leggurðu áherslu á að kona leysi hana af hólmi? „Það er auðvitað eitt af því sem mér finnst eðlilegt að við horfum til en það er ekki úrslitaatriði í mínum huga.“Hver er staða hennar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir allt sem á undan er gengið? „Ef eitthvað er mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleift að sinna flokksstarfinu og þeim verkefnum sem fylgja varaformannsembættinu. Hún kemur síðan inn á þingið og verður augljóslega lykilþingmaður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þingið er miðjan í því sem við erum að gera og hún verður áfram í lykilstöðu fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42 Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42
Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41