Biður enga afsökunar á lekamálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. Vísir/Stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. Af yfirlýsingunni verður heldur ekki ráðið að hún telji þörf á því. Hún segist hætta vegna þess vantrausts og þeirrar tortryggni sem hún segir að séu enn til staðar vegna lekamálsins: „Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og munu áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess.“ Í yfirlýsingunni segir Hanna Birna að svona sé í pottinn búið þrátt fyrir að hún hafi frá byrjun reynt að vanda til verka í öllu því sem tengdist lekamálinu. Hún hafi ávallt brugðist við með þeim hætti sem hún taldi satt og rétt. Hún hafi meðal annars vikið aðstoðarmanni sínum frá störfum og síðar sagði hún sig frá verkefnum dómsmálaráðherra. Þá segir hún jafnframt að búið sé að draga of marga inn í málið með ósannindum, meðal annars núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Eins og kunnugt er sendi hún Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu, greinargerð um rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum um mál Tony Omos. Persónuvernd hefur óskað eftir gögnum frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna samskipta Sigríðar og Gísla. Hanna Birna gerir jafnframt að umtalsefni það sem hún kallar „illskuna í umræðunni“. Segist hún ekki hafa trúað því að hún yrði svo mikil eða að hún fengi jafnmikið á hana og raun ber vitni. „Undanfarið ár hefur verið mér pólitískt og um leið persónulega erfitt. Síðast fyrir nokkrum dögum þurftum við fjölskyldan að ræða um dylgjur dagsins, útskýra fyrir fjölskyldu og vinum að það sé allt í lagi með okkur og tryggja svo að dætur okkar lesi ekki meiðandi og mannskemmandi ummæli í ýmsum fjölmiðlum. Við hjónin ákváðum þá að slíkar fjölskyldustundir væru einfaldlega orðnar of margar.“ Í lok yfirlýsingarinnar segir Hanna Birna svo að hún muni ekki veita fjölmiðlaviðtöl í dag. Hún ætli að verja næstu dögum með fjölskyldunni.Hún ætli að taka sér frí frá Alþingi og varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum til áramóta. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði við fjölmiðla í dag að hann byggist við að hún myndi tjá sig eftir helgi. Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 „Þegar litið er yfir árið vona ég að einhverjir skammist sín“ Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, fagnar afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 15:28 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Bjarni Ben: „Þetta er áfall fyrir okkur öll“ "Aðalatriði málsins eru þau að það er nú upplýst að sá sem treysti á sanngjarna málsmeðferð í dómsmálaráðuneytinu fékk ekki slíka meðferð,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2014 17:01 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34 Gísli Freyr: „Aldrei getað sætt mig við sýknudóm“ Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag. 12. nóvember 2014 20:55 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 „Ég ber ekki ábyrgð á lögbrotum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segist bera pólitíska ábyrgð á sínum undirmönnum en hún beri hins vegar ekki ábyrgð á lögbrotum. Hún segist jafnframt vera búin að segja af sér embætti. 12. nóvember 2014 17:43 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. Af yfirlýsingunni verður heldur ekki ráðið að hún telji þörf á því. Hún segist hætta vegna þess vantrausts og þeirrar tortryggni sem hún segir að séu enn til staðar vegna lekamálsins: „Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og munu áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess.“ Í yfirlýsingunni segir Hanna Birna að svona sé í pottinn búið þrátt fyrir að hún hafi frá byrjun reynt að vanda til verka í öllu því sem tengdist lekamálinu. Hún hafi ávallt brugðist við með þeim hætti sem hún taldi satt og rétt. Hún hafi meðal annars vikið aðstoðarmanni sínum frá störfum og síðar sagði hún sig frá verkefnum dómsmálaráðherra. Þá segir hún jafnframt að búið sé að draga of marga inn í málið með ósannindum, meðal annars núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Eins og kunnugt er sendi hún Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu, greinargerð um rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum um mál Tony Omos. Persónuvernd hefur óskað eftir gögnum frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna samskipta Sigríðar og Gísla. Hanna Birna gerir jafnframt að umtalsefni það sem hún kallar „illskuna í umræðunni“. Segist hún ekki hafa trúað því að hún yrði svo mikil eða að hún fengi jafnmikið á hana og raun ber vitni. „Undanfarið ár hefur verið mér pólitískt og um leið persónulega erfitt. Síðast fyrir nokkrum dögum þurftum við fjölskyldan að ræða um dylgjur dagsins, útskýra fyrir fjölskyldu og vinum að það sé allt í lagi með okkur og tryggja svo að dætur okkar lesi ekki meiðandi og mannskemmandi ummæli í ýmsum fjölmiðlum. Við hjónin ákváðum þá að slíkar fjölskyldustundir væru einfaldlega orðnar of margar.“ Í lok yfirlýsingarinnar segir Hanna Birna svo að hún muni ekki veita fjölmiðlaviðtöl í dag. Hún ætli að verja næstu dögum með fjölskyldunni.Hún ætli að taka sér frí frá Alþingi og varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum til áramóta. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði við fjölmiðla í dag að hann byggist við að hún myndi tjá sig eftir helgi.
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 „Þegar litið er yfir árið vona ég að einhverjir skammist sín“ Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, fagnar afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 15:28 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Bjarni Ben: „Þetta er áfall fyrir okkur öll“ "Aðalatriði málsins eru þau að það er nú upplýst að sá sem treysti á sanngjarna málsmeðferð í dómsmálaráðuneytinu fékk ekki slíka meðferð,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2014 17:01 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34 Gísli Freyr: „Aldrei getað sætt mig við sýknudóm“ Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag. 12. nóvember 2014 20:55 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 „Ég ber ekki ábyrgð á lögbrotum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segist bera pólitíska ábyrgð á sínum undirmönnum en hún beri hins vegar ekki ábyrgð á lögbrotum. Hún segist jafnframt vera búin að segja af sér embætti. 12. nóvember 2014 17:43 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
„Þegar litið er yfir árið vona ég að einhverjir skammist sín“ Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, fagnar afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 15:28
Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28
Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05
Bjarni Ben: „Þetta er áfall fyrir okkur öll“ "Aðalatriði málsins eru þau að það er nú upplýst að sá sem treysti á sanngjarna málsmeðferð í dómsmálaráðuneytinu fékk ekki slíka meðferð,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2014 17:01
Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34
Gísli Freyr: „Aldrei getað sætt mig við sýknudóm“ Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag. 12. nóvember 2014 20:55
Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09
„Ég ber ekki ábyrgð á lögbrotum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segist bera pólitíska ábyrgð á sínum undirmönnum en hún beri hins vegar ekki ábyrgð á lögbrotum. Hún segist jafnframt vera búin að segja af sér embætti. 12. nóvember 2014 17:43
Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57