Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. nóvember 2014 15:18 Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, greinir fjölmiðlafólki frá yfirlýsingu Hönnu Birnu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó sitja áfram sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér á fjórða tímanum.Vill skapa frið um störf ráðuneytisins Til að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á hefur hún nú tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að hún óski eftir að hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir embætti. Þá segist hún vera búin að óska eftir því að Bjarni geri sem allra fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka. Hún segist alla tíð hafa reynt að vanda til verka í lekamálinu svokallaða og ávallt brugðist við með þeim hætti sem hún taldi satt og rétt. Hún segist hafa brugðist við öllum beiðnum lögreglu um gögn og upplýsingar en um leið reynt að vernda mannréttindi og trúnað við aðra en þá sem rannsóknin beindist að, svarað ítrekuðum spurningum umboðsmanns Alþingis og lagt ríka áherslu á að vinna skýrar verklagsreglur og öryggisferla til að bregðast við slíkum málum og kærum.„Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar.“„Nú er mál að linni“ „Undanfarna daga hef ég hins vegar skynjað að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli. Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og muni áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess. Það er því miður búið að draga of marga inn í þessa umræðu ítrekað og með ósannindum, þar með talið nú síðast ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, núverandi lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og aðra embættismenn. Þau, ekki frekar en ég, höfðu vitneskju um brotið. Nú er mál að linni,“ segir í tilkynningu Hönnu Birnu. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, staðfesti við blaðamenn Vísis að Hanna Birna myndi ekkir ræða við fjölmiðla á næstu dögum. Þeim ætlaði hún að verja með fjölskyldu sinni. Þá tilkynnti ráðherra starfsmönnum ráðuneytisins afsögn sína á starfsmannafundi í dag.Yfirlýsingin í heild: Eftir umtalsverða umhugsun hef ég nú tilkynnt formanni Sjálfstæðiflokksins að ég vilji hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra. Ég hef jafnframt óskað eftir því að hann geri sem allra fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka minn enda nauðsynlegt að sem mestur friður ríki um störf ráðherra sem ber ábyrgð á þeim mikilvægu verkefnum sem unnin eru á vettvangi ráðuneytisins. Þessa dagana er ár liðið frá því atburðarrás hins svokallaða lekamáls hófst. Með þær upplýsingar um atburðarrásina sem nú liggja á borðinu, er ljóst að aðstoðarmaður minn braut af sér án minnar vitneskju. Hann starfaði í pólitísku umboði mínu og ég bar traust til hans enda hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að treysta fólki. Ég hafði ekki forsendur til að tengja ítrekaðar yfirlýsingar hans um sakleysi í nánast heilt ár og viðbrögð mín voru í samræmi við það. Játning hans vegna málsins var mér því mikið persónulegt áfall og ljóst er að viðbrögð mín á ýmsum stigum málsins hefðu verið allt önnur ef ég hefði vitað hvernig málinu var háttað. Frá upphafi hef ég reynt að vanda til verka í þessu máli og alltaf brugðist við með þeim hætti sem ég taldi satt og rétt. Ég hef ítrekað sagt frá því sem ég hef getað sagt um málið, reynt að skýra það með eins sönnum hætti og mér hefur verið unnt. Ég brást strax í upphafi við með sérstakri skoðun í ráðuneytinu, hef orðið við öllum beiðnum lögreglu um gögn og upplýsingar en um leið reynt að vernda mannréttindi og trúnað við aðra en þá sem rannsóknin beindist að, svarað ítrekuðum spurningum umboðsmanns Alþingis og lagt ríka áherslu á að vinna skýrar verklagsreglur og öryggisferla til að bregðast við slíkum málum og kærum. Ég vék aðstoðarmanni tímabundið frá störfum og síðar sagði ég mig frá verkum dómsmálaráðherra. Um leið og ég fékk fyrst staðfestar upplýsingar um hvernig í málinu lá upplýsti ég málið strax og rak aðstoðarmann minn tafarlaust. Ég hef ítrekað tjáð mig um að ég hafi ekki blandað mér með óeðlilegum hætti í umrædda rannsókn og það hafa fyrrverandi lögreglustjóri, ríkissaksóknari, rannsakendur og loks héraðsdómur staðfest með niðurstöðum sínum. Undanfarna daga hef ég hins vegar skynjað að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli. Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og muni áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess. Það er því miður búið að draga of marga inn í þessa umræðu ítrekað og með ósannindum, þar með talið nú síðast ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, núverandi lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og aðra embættismenn. Þau, ekki frekar en ég, höfðu vitneskju um brotið. Nú er mál að linni.Ég hef alltaf átt mér þann draum í stjórnmálum að breyta þeim og gera þau betri og þegar ég skynja að persóna mín, samstarfsfólk eða verkefni valda slíkri reiði, heift og jafnvel hatri í hugum einhverra, vil ég taka mark á því, vinna með það, leita sátta og velta upp nýjum kostum. Ég veit að ég á þekkja að erfiðar pólitískar aðstæður kalla á hefðbundna pólitík hörkunnar og hefðbundna fjölmiðlun fyrirsagna og ég erfi það við engan – en ég hefði hins vegar hvorki trúað því að illskan í umræðunni yrði svo mikil né að hún fengi svo mikið á mig og þá sem næst mér standa. Undanfarið ár hefur verið mér pólitískt og um leið persónulega erfitt. Síðast fyrir nokkrum dögum þurftum við fjölskyldan að ræða um dylgjur dagsins, útskýra fyrir fjölskyldu og vinum að það sé allt í lagi með okkur og tryggja svo að dætur okkar lesi ekki meiðandi og mannskemmandi ummæli í ýmsum fjölmiðlum. Við hjónin ákváðum þá að slíkar fjölskyldustundir væru einfaldlega orðnar of margar.Ég er innilega þakklát fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef fundið frá fólki um allt land. Innilega þakklát fyrir að hafa lokið öllum þeim verkum og mikilvægu breytingum sem ég hafði einsett mér á þessum tímapunkti í ráðherraembætti með frábæru starfsfólki innanríkisráðuneytisins og í góðu samstarfi við alla þingflokka og þingmenn á Alþingi.Ég er sérstaklega þakklát fyrir að eiga traust og stuðning formanns Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, ríkisstjórnarinnar allrar, þingflokka beggja stjórnarflokkanna og Sjálfstæðisflokksins. Ég er þakklát fyrir hvernig þau hafa stöðugt og óhikað hvatt mig til áframhaldandi setu og fram á síðustu stundu reynt að telja mér hughvarf - en veit líka að þau skilja að eftir heilt ár af ósönnum dylgjum um aðkomu mína að umræddu máli, endlausum aðdróttunum um heilindi mín gagnvart þingi og þjóð og þeirri vanlíðan sem þetta hefur kallað yfir mig og þá sem næst mér standa - sé einfaldlega nóg komið.Til að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á hef ég nú tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að ég óski eftir að hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra. Hann sýndi þeirri beiðni minni skilning, enda miklu frekar um persónulega en pólitíska ákvörðun að ræða. Til að axla áfram mína pólitísku ábyrgð gagnvart fólkinu sem kaus mig til forystu á Alþingi til fjögurra ára mun ég að loknu stuttu fríi taka aftur til starfa sem þingmaður og vonandi enn virkari varaformaður Sjálfstæðisflokksins um áramót. Ég hlakka til þess, nýrra verkefna og nýs árs.Ég mun ekki veita fjölmiðlaviðtöl í dag en verja næstu dögum með fjölskyldunni. Lekamálið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó sitja áfram sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér á fjórða tímanum.Vill skapa frið um störf ráðuneytisins Til að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á hefur hún nú tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að hún óski eftir að hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir embætti. Þá segist hún vera búin að óska eftir því að Bjarni geri sem allra fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka. Hún segist alla tíð hafa reynt að vanda til verka í lekamálinu svokallaða og ávallt brugðist við með þeim hætti sem hún taldi satt og rétt. Hún segist hafa brugðist við öllum beiðnum lögreglu um gögn og upplýsingar en um leið reynt að vernda mannréttindi og trúnað við aðra en þá sem rannsóknin beindist að, svarað ítrekuðum spurningum umboðsmanns Alþingis og lagt ríka áherslu á að vinna skýrar verklagsreglur og öryggisferla til að bregðast við slíkum málum og kærum.„Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar.“„Nú er mál að linni“ „Undanfarna daga hef ég hins vegar skynjað að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli. Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og muni áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess. Það er því miður búið að draga of marga inn í þessa umræðu ítrekað og með ósannindum, þar með talið nú síðast ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, núverandi lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og aðra embættismenn. Þau, ekki frekar en ég, höfðu vitneskju um brotið. Nú er mál að linni,“ segir í tilkynningu Hönnu Birnu. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, staðfesti við blaðamenn Vísis að Hanna Birna myndi ekkir ræða við fjölmiðla á næstu dögum. Þeim ætlaði hún að verja með fjölskyldu sinni. Þá tilkynnti ráðherra starfsmönnum ráðuneytisins afsögn sína á starfsmannafundi í dag.Yfirlýsingin í heild: Eftir umtalsverða umhugsun hef ég nú tilkynnt formanni Sjálfstæðiflokksins að ég vilji hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra. Ég hef jafnframt óskað eftir því að hann geri sem allra fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka minn enda nauðsynlegt að sem mestur friður ríki um störf ráðherra sem ber ábyrgð á þeim mikilvægu verkefnum sem unnin eru á vettvangi ráðuneytisins. Þessa dagana er ár liðið frá því atburðarrás hins svokallaða lekamáls hófst. Með þær upplýsingar um atburðarrásina sem nú liggja á borðinu, er ljóst að aðstoðarmaður minn braut af sér án minnar vitneskju. Hann starfaði í pólitísku umboði mínu og ég bar traust til hans enda hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að treysta fólki. Ég hafði ekki forsendur til að tengja ítrekaðar yfirlýsingar hans um sakleysi í nánast heilt ár og viðbrögð mín voru í samræmi við það. Játning hans vegna málsins var mér því mikið persónulegt áfall og ljóst er að viðbrögð mín á ýmsum stigum málsins hefðu verið allt önnur ef ég hefði vitað hvernig málinu var háttað. Frá upphafi hef ég reynt að vanda til verka í þessu máli og alltaf brugðist við með þeim hætti sem ég taldi satt og rétt. Ég hef ítrekað sagt frá því sem ég hef getað sagt um málið, reynt að skýra það með eins sönnum hætti og mér hefur verið unnt. Ég brást strax í upphafi við með sérstakri skoðun í ráðuneytinu, hef orðið við öllum beiðnum lögreglu um gögn og upplýsingar en um leið reynt að vernda mannréttindi og trúnað við aðra en þá sem rannsóknin beindist að, svarað ítrekuðum spurningum umboðsmanns Alþingis og lagt ríka áherslu á að vinna skýrar verklagsreglur og öryggisferla til að bregðast við slíkum málum og kærum. Ég vék aðstoðarmanni tímabundið frá störfum og síðar sagði ég mig frá verkum dómsmálaráðherra. Um leið og ég fékk fyrst staðfestar upplýsingar um hvernig í málinu lá upplýsti ég málið strax og rak aðstoðarmann minn tafarlaust. Ég hef ítrekað tjáð mig um að ég hafi ekki blandað mér með óeðlilegum hætti í umrædda rannsókn og það hafa fyrrverandi lögreglustjóri, ríkissaksóknari, rannsakendur og loks héraðsdómur staðfest með niðurstöðum sínum. Undanfarna daga hef ég hins vegar skynjað að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli. Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og muni áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess. Það er því miður búið að draga of marga inn í þessa umræðu ítrekað og með ósannindum, þar með talið nú síðast ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, núverandi lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og aðra embættismenn. Þau, ekki frekar en ég, höfðu vitneskju um brotið. Nú er mál að linni.Ég hef alltaf átt mér þann draum í stjórnmálum að breyta þeim og gera þau betri og þegar ég skynja að persóna mín, samstarfsfólk eða verkefni valda slíkri reiði, heift og jafnvel hatri í hugum einhverra, vil ég taka mark á því, vinna með það, leita sátta og velta upp nýjum kostum. Ég veit að ég á þekkja að erfiðar pólitískar aðstæður kalla á hefðbundna pólitík hörkunnar og hefðbundna fjölmiðlun fyrirsagna og ég erfi það við engan – en ég hefði hins vegar hvorki trúað því að illskan í umræðunni yrði svo mikil né að hún fengi svo mikið á mig og þá sem næst mér standa. Undanfarið ár hefur verið mér pólitískt og um leið persónulega erfitt. Síðast fyrir nokkrum dögum þurftum við fjölskyldan að ræða um dylgjur dagsins, útskýra fyrir fjölskyldu og vinum að það sé allt í lagi með okkur og tryggja svo að dætur okkar lesi ekki meiðandi og mannskemmandi ummæli í ýmsum fjölmiðlum. Við hjónin ákváðum þá að slíkar fjölskyldustundir væru einfaldlega orðnar of margar.Ég er innilega þakklát fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef fundið frá fólki um allt land. Innilega þakklát fyrir að hafa lokið öllum þeim verkum og mikilvægu breytingum sem ég hafði einsett mér á þessum tímapunkti í ráðherraembætti með frábæru starfsfólki innanríkisráðuneytisins og í góðu samstarfi við alla þingflokka og þingmenn á Alþingi.Ég er sérstaklega þakklát fyrir að eiga traust og stuðning formanns Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, ríkisstjórnarinnar allrar, þingflokka beggja stjórnarflokkanna og Sjálfstæðisflokksins. Ég er þakklát fyrir hvernig þau hafa stöðugt og óhikað hvatt mig til áframhaldandi setu og fram á síðustu stundu reynt að telja mér hughvarf - en veit líka að þau skilja að eftir heilt ár af ósönnum dylgjum um aðkomu mína að umræddu máli, endlausum aðdróttunum um heilindi mín gagnvart þingi og þjóð og þeirri vanlíðan sem þetta hefur kallað yfir mig og þá sem næst mér standa - sé einfaldlega nóg komið.Til að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á hef ég nú tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að ég óski eftir að hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra. Hann sýndi þeirri beiðni minni skilning, enda miklu frekar um persónulega en pólitíska ákvörðun að ræða. Til að axla áfram mína pólitísku ábyrgð gagnvart fólkinu sem kaus mig til forystu á Alþingi til fjögurra ára mun ég að loknu stuttu fríi taka aftur til starfa sem þingmaður og vonandi enn virkari varaformaður Sjálfstæðisflokksins um áramót. Ég hlakka til þess, nýrra verkefna og nýs árs.Ég mun ekki veita fjölmiðlaviðtöl í dag en verja næstu dögum með fjölskyldunni.
Lekamálið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent