Lífið

Skipuleggja sumartónleika með Pharrell í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pharrell gæti komið til Íslands næsta sumar.
Pharrell gæti komið til Íslands næsta sumar.
Unnið er að því hörðum höndum að fá bandaríska tónlistarmanninn Pharrell Williams til Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann halda tónleika í nýju Laugardalshöllinni um miðjan júní á næsta ári.

Pharrell hefur verið einn vinsælasti tónlistamaður heims undanfarin misseri. Samkvæmt heimildum Vísis berjast tveir tónleikahaldara um að fá kappann til landsins og því er ekki ljóst nákvæmlega hvenær tónleikarnir fara fram, ef af þeim verður.

Heitustu smellir Pharrell eru líklega Get Lucky, sem varð vinsælt árið 2013 og hann vann í samstarfi við Daft Punk, og Happy sem sló í gegn á þessu ári en kom út í lok síðasta árs. 

Kostnaður við að fá tónlistarmann af stærðargráðu Pharrell til landsins er töluverður. Hefur talan 550 þúsund dollarar verið nefnd í því samhengi eða jafnvirði 68 milljóna íslenskra króna.

Happy Get Lucky





Fleiri fréttir

Sjá meira


×