Svæðum lokað í Vestmannaeyjum: Fólk beðið að vera ekki á ferðinni
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þakplötur eru að fjúka um hafnarsvæðið í Eyjum.Vísir
Íbúar í Vestmannaeyjum eru beðnir um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja.
Þakplötur fjúka um hafnarsvæðið og í nágrenni við það. Búið er að setja upp lokunarpósta við Strandveg, Hlíðarveg og fleiri staði. Fólk er þá einnig beðið að vera ekki í nágrenni við Flatir og þar fyrir norðan.