Innlent

Jólatré í miklu basli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Afar hvasst er á suðvesturhorninu í kvöld eins og víðast hvar á landinu. Jólatré, sem nýkomin eru upp víða um bæinn, finna svo sannarlega fyrir vindinum.

Líkt og sjá má á myndinni að ofan, sem tekin var um tíuleytið af jólatrénu við gatnamót Miklubrautar og Reykjanesbrautar við Elliðaárnar, er tréð farið að halla verulega. Reiknað er með því að vindurinn geti enn aukist í kvöld og ekki víst að tréð standi áfram án aðstoðar.

Óslóartréð, sem tendra átti í dag en var frestað um viku vegna veðurs, finnur líka fyrir vindinum á Austurvelli. Stjarnan er fokin af toppnum og hangir í miðju trénu eins og sést á myndinni hér að neðan.

Á vefmyndavél Mílu má fylgjast með veðrinu á Austurvelli.

Það var góð ákvörðun að fresta því að tendra Óslóartréð í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi

Tengdar fréttir

Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri

Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×