Innlent

Reyrði niður kofa með dráttarvél

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þessi kofi skal ekki fá að fjúka.
Þessi kofi skal ekki fá að fjúka. mynd/linda rún pétursdóttir
„Þetta er ekki neitt, neitt ennþá. Í það minnsta ekkert í átt við það sem spáð var,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, lögreglumaður og húsasmiður. Ásgeir býr á Staðarhúsum í Borgarfirði þar sem hann rekur einnig ferðaþjónustu.

Innan skamms er þó líklegt að óveðrið nái upp í Borgarfjörð og hefur Ásgeir fest niður flesta lausamuni til að koma í veg fyrir að þeir fjúki út í veður og vind. Meðal þeirra er lítill kofi sem hann hefur reyrt niður með ámoksturstækjum dráttarvélar sinnar.

„Þetta er nú bara lítill leikfangakofi fyrir syni mína sem ég vil helst ekki hafa á flakki. Það er vonandi að þetta haldi honum á sínum stað.“ Aðspurður um hvað eigi að aðhafast í kvöld segist hann ætla að leika körfuknattleik í Varmalandi náist mæting.

Hvernig hefur þú búið þig undir veðurofsann? Sendu okkur myndir og línu á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×