Björgunarsveitir eru að störfum víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. Sveitir í Grindavík, Vestmannaeyjum, Hellu, Árborg, Vogum og á höfuðborgarsvæðinu allar verið kallaðar út.
Vandamálin sem upp hafa komið eru af ýmsum toga. Þakplötur hafa losnað sem og klæðnginar. Girðingar og sorptunnur eru víða að fjúka og gluggar hafa brotnað. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa einstaka trampólín einnig tekist á loft þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir. Engin stór atvik hafa þó enn átt sér stað.
Flestar beiðnir hafa komið frá höfuðborgarsvæðinu en þar eru hátt í sextíu björgunarmenn að störfum. Næst mest hefur verið að gera á Suðurnesjum en þar eru rúmlega þrjátíu manns úti.
Áttu myndir af veðurofsanum? Endilega sendu okkur þær á ritstjorn@visir.is.
Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land

Tengdar fréttir

Óveður í dag
Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.

Óveðrið mögulega fyrr á ferðinni
Veðurstofan vekur áfram athygli á spá um illviðri síðdegis á morgun, sunnudag og fram á mánudag.

Fyrstu útköll óveðursins
Sjálfboðaliðar um allt land eru komnir í gallana og sumir þeirra hafa nú þegar farið úr húsi í útkall.

Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll
Miklu illviðri er spáð á morgun og á mánudag.