Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2014 15:13 Birta Líf spáir aftakaveðri með glórulausum byl á norðanverðum Vestfjörðum. vísir/gva/Eiríkur Jónsson „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“ Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
„Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“
Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira