Einn umtalaðasti leikmaður NFL-deildarinnar, nýliðinn Johnny Manziel, fær væntanlega alvöru tækifæri hjá Cleveland Browns um næstu helgi.
Þá spilar Cleveland gríðarlega mikilvægan leik gegn Cincinnati. Brian Hoyer hefur verið leikstjórnandi hingað til en fastlega er búist við því að hann fari á bekkinn fyrir strákinn sem þeir kalla Johnny Football.
Marvin Lewis, þjálfari Cincinnati, hefur þó ekki miklar áhyggjur af því að mæta Manziel.
„Það þarf að verjast sókn andstæðingsins en ekki bara einum manni. Sá maður er líka dvergur," sagði Lewis en ummælin fóru eðlilega á mikið flug.
Lewis átti því lítið annað í stöðunni en að biðjast afsökunar á ummælum sínum.
„Ég bið Johnny og alla hjá Cleveland afsökunar á þessum ummælum. Þetta var dapurt hjá mér og ég meinti ekkert með þessum brandara."
Kallaði Manziel dverg

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn