James tók þá jafnan leik gegn Brooklyn í sínar hendur og stýrði sínu liði til sigurs fyrir framan konunglegu áhorfendurnar.
Það sem meira er þá færði hann þeim gjafir. Muffins úr uppáhaldsbakaríinu sínu í Akron og svo treyjur. Líka fyrir son þeirra.
„Þau færðu okkur gæfu. Þetta var fyrsti körfuboltaleikurinn sem þau sjá og það var heiður að þau skildu vilja sjá mig spila," sagði James eftir leikinn en hann skoraði 18 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Hér að neðan má svo sjá tilþrif úr leikjum næturinnar sem og þegar Íslandsvinirnir Beyoncé og Jay-Z tóku á móti konunglegu gestunum í Brooklyn.
Úrslit:
Indiana-Atlanta 92-108
Washington-Boston 133-132
Brooklyn-Cleveland 88-110
Toronto-Denver 112-107
Minnesota-Golden State 86-102
Sacramento-Utah 101-92
LA Clippers-Phoenix 121-120