Dortmund vann sjaldséðan sigur í þýska boltanum í kvöld og komst um leið upp úr botnsæti deildarinnar.
Það sem meira er þá komst Dotmund upp úr fallsæti með þessum þrem stigum sem liðið fékk fyrir 1-0 sigur á Hoffenheim.
Það var Ilkay Gundogan sem skoraði markið mikilvæga í kvöld.
Þungu fargi var augljóslega létt af bæði leikmönnum og þjálfara liðsins. Menn hafa sjaldan séð Jurgen Klopp, þjálfara Dortmund, fagna af álíka innlifun og í kvöld.
Eftir erfiðar vikur er þetta eitthvað til að fagna hjá félaginu og spurning hvort liðið geti byggt ofan á þennan sigur.
