Tilkynning blaðamanna DV: Þórey tók stöðu gegn almenningi Bjarki Ármannsson skrifar 5. desember 2014 19:29 Jóhann Páll Jóhannsson (m.) og Jón Bjarki Magnússon (t.h.) segjast hafa verið tilbúnir til að mæta Þóreyju Vilhjálmsdóttur í dómsal. Vísir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV, ítreka afsökunarbeiðni sína til Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, fyrir að hafa ranglega hermt að hún væri sá „starfsmaður B“ sem rætt var um greinargerð lögreglu um leka upplýsinga úr ráðuneytinu. Dómsátt hefur náðst í máli Þóreyjar gegn tvímenningunum, en þeir segjast hafa viljað mæta henni í dómsal. Eigendur DV hafi hins vegar viljað leita sátta. Í tilkynningu sem Jóhann Páll og Jón Bjarki sendu til fjölmiðla í kvöld segja þeir Þóreyju hafa tekið afstöðu „með ráðherra gegn almenningi“ í lekamálinu og að það sé áhyggjuefni fyrir íslenska blaðamenn að „geta átt von á því að ráðherrar og pólitískir aðstoðarmenn vegi að starfsöryggi þeirra.“ Þeir benda jafnframt á að Þóreyju hafi boðist að ræða við DV í síma við vinnslu fréttarinnar sem málsóknin snerist um en að hún hafi ekki viljað gera það. Blaðamennirnir tveir segjast stoltir af skrifum sínum um lekamálið þrátt fyrir mistökin við vinnslu þessarar tilteknu fréttar. Þeir gagnrýna það þó að ekki skuli hafa hvarflað að stuðningsmönnum innanríkisráðherra að skammast sín á því heila ári sem leið frá því að upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið til fjölmiðla og þar til Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra og hinn sanni „starfsmaður B“, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Yfirlýsingu Jóhanns Páls og Jóns Bjarka má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Dómsátt hefur náðst í máli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur gegn okkur, en málshöfðunin varðaði frétt sem birtist í DV þann 20. júní síðastliðinn. Þar var því ranglega haldið fram að Þórey væri sá aðili sem kallaður var starfsmaður B í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var leiðrétt samdægurs, yfirlýsing send á alla fjölmiðla og Þórey beðin afsökunar. Í kjölfarið höfðaði hún mál, ekki gegn DV ehf. heldur gegn okkur persónulega, og krafðist hámarks refsingar, þ.e. að við yrðum vistaðir í fangelsi vegna mistaka okkar. Nokkru síðar var Gísli Freyr Valdórsson, nánasti samstarfsmaður Þóreyjar, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir lögbrot gegn hælisleitendunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.Í heilt ár höfum við skrifað um málefni innanríkisráðuneytisins, valdníðslu og lögbrot sem framin voru gegn landlausu fólki. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherraembætti vegna málsins en Þórey starfaði sem pólitískur aðstoðarmaður hennar. Strax í upphafi lekamálsins tók hún sér stöðu með ráðherra gegn almenningi líkt og aðrir í yfirstjórn innanríkisráðuneytisins. Hún sendi DV misvísandi upplýsingar í tölvupósti, hún hélt því fram að engum trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið úr innanríkisráðuneytinu þótt hið gagnstæða lægi í augum uppi og lét að því liggja í útvarpsviðtali að við létum stjórnast af annarlegum hvötum fremur en einlægum vilja til að leiða sannleikann í ljós. Ráðherrann sjálfur fylgdi þessu eftir með því að hringja í ritstjóra DV og fara fram á að við yrðum reknir.Sú frétt sem birtist í DV þann 20. júní átti sér langan aðdraganda og byggði á mánaðalangri heimildavinnu þar sem rætt var við starfsmenn innanríkisráðuneytisins, Morgunblaðsins, 365-miðla og lögreglunnar. Þórey vildi ekki ræða við DV í síma við vinnslu fréttarinnar jafnvel þótt hún gegndi þá hlutverki upplýsingafulltrúa ráðuneytisins í fjarveru Jóhannesar Tómassonar. Henni var hins vegar gert ljóst hvert efni fréttarinnar var og boðið að koma athugasemdum á framfæri sem hún kaus að gera ekki.Málssókn Þóreyjar hefur verið gagnrýnd harðlega meðal annars af Fréttamönnum án landamæra, Alþjóðasamtökum blaðamanna, International Modern Media Institute og Blaðamannafélagi Íslands. Þessi samtök hafa deilt á íslenska meiðyrðalöggjöf, meðal annars þær lagagreinar sem málshöfðun Þóreyjar og refsikrafa hennar byggði á. Mál hennar vakti athygli utan landsteina, enda var hún aðstoðarkona innanríkisráðherra, þess ráðherra sem fór með mannréttindamál á Íslandi.Það er áhyggjuefni fyrir blaðamenn á Íslandi að geta átt von á því að ráðherrar og pólitískir aðstoðarmenn vegi að starfsöryggi þeirra með þeim hætti sem birst hefur í lekamálinu.Við höfum lýst yfir einlægum vilja til að mæta Þóreyju Vilhjálmsdóttur í dómssal. Eigendur DV ehf. vildu hins vegar leita sátta og unum við því. Við kærum okkur ekki um að sitja uppi með háa reikninga, hvað þá að betla fé af vinum og vandamönnum til að geta greitt þá. Við erum ekki á þingfararkaupi en vinnum við að flytja fréttir, meðal annars um það sem ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra vilja að leynt fari.Á heilu ári virðist það aldrei hafa hvarflað að stuðningsmönnum innanríkisráðherra að skammast sín. Við skömmumst okkar fyrir þau mistök sem við gerðum í sumar. En á heildina litið erum við stoltir af okkar hlut í að fletta ofan af valdníðslu og mannréttindabrotum. Með dómssátt þessari kaupum við okkur frið til að skrifa áfram um hver þau öfl sem ljúga að almenningi og níðast á umkomulausu fólki. Lekamálið Tengdar fréttir Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV Þórey Vilhjálmsdóttir fær 330 þúsund krónur frá blaðamönnunum auk þess sem öll ummæli um hana eru dauð og ómerk. 5. desember 2014 16:04 Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Þórey þakklát fyrir tímann í ráðuneytinu Segir hann þó að reynslan sem hún öðlaðist hafi um margt verið erfið. 5. desember 2014 09:11 Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. 19. nóvember 2014 20:57 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV, ítreka afsökunarbeiðni sína til Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, fyrir að hafa ranglega hermt að hún væri sá „starfsmaður B“ sem rætt var um greinargerð lögreglu um leka upplýsinga úr ráðuneytinu. Dómsátt hefur náðst í máli Þóreyjar gegn tvímenningunum, en þeir segjast hafa viljað mæta henni í dómsal. Eigendur DV hafi hins vegar viljað leita sátta. Í tilkynningu sem Jóhann Páll og Jón Bjarki sendu til fjölmiðla í kvöld segja þeir Þóreyju hafa tekið afstöðu „með ráðherra gegn almenningi“ í lekamálinu og að það sé áhyggjuefni fyrir íslenska blaðamenn að „geta átt von á því að ráðherrar og pólitískir aðstoðarmenn vegi að starfsöryggi þeirra.“ Þeir benda jafnframt á að Þóreyju hafi boðist að ræða við DV í síma við vinnslu fréttarinnar sem málsóknin snerist um en að hún hafi ekki viljað gera það. Blaðamennirnir tveir segjast stoltir af skrifum sínum um lekamálið þrátt fyrir mistökin við vinnslu þessarar tilteknu fréttar. Þeir gagnrýna það þó að ekki skuli hafa hvarflað að stuðningsmönnum innanríkisráðherra að skammast sín á því heila ári sem leið frá því að upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið til fjölmiðla og þar til Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra og hinn sanni „starfsmaður B“, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Yfirlýsingu Jóhanns Páls og Jóns Bjarka má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Dómsátt hefur náðst í máli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur gegn okkur, en málshöfðunin varðaði frétt sem birtist í DV þann 20. júní síðastliðinn. Þar var því ranglega haldið fram að Þórey væri sá aðili sem kallaður var starfsmaður B í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var leiðrétt samdægurs, yfirlýsing send á alla fjölmiðla og Þórey beðin afsökunar. Í kjölfarið höfðaði hún mál, ekki gegn DV ehf. heldur gegn okkur persónulega, og krafðist hámarks refsingar, þ.e. að við yrðum vistaðir í fangelsi vegna mistaka okkar. Nokkru síðar var Gísli Freyr Valdórsson, nánasti samstarfsmaður Þóreyjar, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir lögbrot gegn hælisleitendunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.Í heilt ár höfum við skrifað um málefni innanríkisráðuneytisins, valdníðslu og lögbrot sem framin voru gegn landlausu fólki. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherraembætti vegna málsins en Þórey starfaði sem pólitískur aðstoðarmaður hennar. Strax í upphafi lekamálsins tók hún sér stöðu með ráðherra gegn almenningi líkt og aðrir í yfirstjórn innanríkisráðuneytisins. Hún sendi DV misvísandi upplýsingar í tölvupósti, hún hélt því fram að engum trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið úr innanríkisráðuneytinu þótt hið gagnstæða lægi í augum uppi og lét að því liggja í útvarpsviðtali að við létum stjórnast af annarlegum hvötum fremur en einlægum vilja til að leiða sannleikann í ljós. Ráðherrann sjálfur fylgdi þessu eftir með því að hringja í ritstjóra DV og fara fram á að við yrðum reknir.Sú frétt sem birtist í DV þann 20. júní átti sér langan aðdraganda og byggði á mánaðalangri heimildavinnu þar sem rætt var við starfsmenn innanríkisráðuneytisins, Morgunblaðsins, 365-miðla og lögreglunnar. Þórey vildi ekki ræða við DV í síma við vinnslu fréttarinnar jafnvel þótt hún gegndi þá hlutverki upplýsingafulltrúa ráðuneytisins í fjarveru Jóhannesar Tómassonar. Henni var hins vegar gert ljóst hvert efni fréttarinnar var og boðið að koma athugasemdum á framfæri sem hún kaus að gera ekki.Málssókn Þóreyjar hefur verið gagnrýnd harðlega meðal annars af Fréttamönnum án landamæra, Alþjóðasamtökum blaðamanna, International Modern Media Institute og Blaðamannafélagi Íslands. Þessi samtök hafa deilt á íslenska meiðyrðalöggjöf, meðal annars þær lagagreinar sem málshöfðun Þóreyjar og refsikrafa hennar byggði á. Mál hennar vakti athygli utan landsteina, enda var hún aðstoðarkona innanríkisráðherra, þess ráðherra sem fór með mannréttindamál á Íslandi.Það er áhyggjuefni fyrir blaðamenn á Íslandi að geta átt von á því að ráðherrar og pólitískir aðstoðarmenn vegi að starfsöryggi þeirra með þeim hætti sem birst hefur í lekamálinu.Við höfum lýst yfir einlægum vilja til að mæta Þóreyju Vilhjálmsdóttur í dómssal. Eigendur DV ehf. vildu hins vegar leita sátta og unum við því. Við kærum okkur ekki um að sitja uppi með háa reikninga, hvað þá að betla fé af vinum og vandamönnum til að geta greitt þá. Við erum ekki á þingfararkaupi en vinnum við að flytja fréttir, meðal annars um það sem ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra vilja að leynt fari.Á heilu ári virðist það aldrei hafa hvarflað að stuðningsmönnum innanríkisráðherra að skammast sín. Við skömmumst okkar fyrir þau mistök sem við gerðum í sumar. En á heildina litið erum við stoltir af okkar hlut í að fletta ofan af valdníðslu og mannréttindabrotum. Með dómssátt þessari kaupum við okkur frið til að skrifa áfram um hver þau öfl sem ljúga að almenningi og níðast á umkomulausu fólki.
Lekamálið Tengdar fréttir Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV Þórey Vilhjálmsdóttir fær 330 þúsund krónur frá blaðamönnunum auk þess sem öll ummæli um hana eru dauð og ómerk. 5. desember 2014 16:04 Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Þórey þakklát fyrir tímann í ráðuneytinu Segir hann þó að reynslan sem hún öðlaðist hafi um margt verið erfið. 5. desember 2014 09:11 Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. 19. nóvember 2014 20:57 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV Þórey Vilhjálmsdóttir fær 330 þúsund krónur frá blaðamönnunum auk þess sem öll ummæli um hana eru dauð og ómerk. 5. desember 2014 16:04
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47
Þórey þakklát fyrir tímann í ráðuneytinu Segir hann þó að reynslan sem hún öðlaðist hafi um margt verið erfið. 5. desember 2014 09:11
Telja vegið að upplýsingafrelsinu á Íslandi Samtök blaðamanna án landamæra hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir segja aðför að upplýsingafrelsi á Íslandi. 19. nóvember 2014 20:57
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48
Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28
Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37