Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 96-84 | Stórsigur Keflvíkinga í Suðurnesjaslagnum Árni Jóhannsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 4. desember 2014 18:30 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík vann granna sína úr Grindavík 96-84 en leikurinn var í járnum þar til fimm mínútur voru eftir. Þá settu heimamenn í fluggír og kláruðu leikinn á rúmum tveimur mínútum með 15-0 spretti. Þar með stöðvuðu heimamenn sína taphrinu en Grindvíkingar hafa ekki unnið í fimm leikjum í röð. Heimamenn voru sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og voru komnir 10 stigum yfir þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður. Grindvíkingar voru ekki vaknaðir en eftir að leikhlé var tekið og þjálfari gestanna var búinn að fara yfir það hvað hans menn þurftu að gera, náðu þeir að jafna metin með góðum kafla. Keflvíkingar voru þó með forskotið þegar fyrsta leikhluta var lokið en það var ekki nema eitt stig. Annar leikhluti var hin fínasta skemmtun en lengst af skiptust liðin á körfum , heimamenn þó alltaf skrefinu á undan og var forskot þeirra eitt til fimm stig á köflum í fjórðungnum. Um miðjan annan fjórðung var dæmd óíþróttamannsleg villa á Grindvíkinga og skamma stund eftir það var mikill barningur og hiti í leiknum og dómararnir hvíldu flautuna í dágóða stund og leyfðu ýmsar kítíngar milli leikmanna. Leikhlutinn leið og bróðerni milli liðanna þannig að skipst var á að setja boltann í körfuna. Staðan í hálfleik var 46-45 fyrir heimamenn. Eysteinn Bjarni Ævarsson var stigahæstur heimamanna með 12 stig og Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 13 stig fyrir gestina. Bæði lið voru ísköld í upphafi seinni hálfleiks en skot liðanna vildu bara ekki rata ofan í fyrstu þrjár mínúturnar. Grindvíkingar voru síðan fyrri til að taka við sér og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum með góðum kafla og komust mest í fjögurra stiga forskot. Eftir það datt leikurinn í sama far og hann hafði verið mestann hluta leiksins, það er liðin skiptust á að skora. Heimamenn náðu að naga forskotið niður og komast aftur yfir þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og leiddu með fjórum stigum þegar leikhlutanum var lokið, 66-62. Keflvíkingar héldu síðan áfram og skoruðu fyrstu sex stig seinasta leikhlutans áður en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig og komust í 10 stiga forystu. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í fimm stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Þá kom að snúningspunkti leiksins, Ómar Sævarsson fékk þá dæmda á sig óíþróttamannslega villu og í kjölfarið lokuðu heimamenn leiknum með því að skora 25 stig á móti einu stigi gestanna og má þakka fyrir góðum varnarleik Keflvíkinga og fljótfærni gestanna þegar þeir sáu í hvað stefndi. Eftir það var eftir leikurinn auðveldur og heimamenn sigldu sigrinum í heimahöfn og minni spámenn fengu að spreyta sig á lokamínútunum. Lokatölur urðu 96-84 þar sem sex leikmenn heimamanna skoruðu 11 stig eða meira en William Thomas Graves IV leiddi lestina með 17 stig. Grindvíkingar þurfa heldur betur að bíta í skjaldarrendur en taphrina þeirra er komin í fimm leiki og nálgast þeir óðfluga rangan enda stöðutöflunar.Magnús Þór Gunnarsson: Vorum að flýta okkur of mikið í lokin Heimkoma Magnúsar Þór Gunnarsson var ekki ánægjuleg en lið hans Grindavík mátti þola tap á móti fyrrum félögum Magnúsar fyrr í kvöld. Hann var spurður hvar leikurinn tapaðist: „Við fórum að flýta okkur alltof mikið í lok leiks, við vorum að tapa með 10 stigum þegar um fjórar mínútur voru eftir og þá fórum við að skjóta eins og það væru sjö sekúndur eftir. Við ætluðum að skora 10 stig í einu og bara klúðruðum þessum leik. Við fórum alltof fljótt út úr hlutunum og stóðum okkur ekki sem skildi en stóðum okkur vel fram að því.“ Hann var spurður út í fimm leikja taphrinu Grindavíkur og hvað þyrfti að gerast til að snúa við taflinu. „Fyrst og fremst að spila betri vörn og skora meira en andstæðingurinn. Þetta eru engin geimvísindi, eins og Ólafur [Ólafsson] sagði eftir leikinn á móti Tindastól þá er þetta fari að taka á sálina hjá mönnum. Þetta er nú samt þannig að því fleiri leikir sem lið tapa þá styttist alltaf í sigurleikinn þannig að við höldum áfram gakk og verðum graðir og sterkir á æfingum. Það er bikarleikur á sunnudaginn og við þurfum að leggja í hann. Það gæti verið gott að fá aðra keppni til að snúa þessu við, þetta verður þriðji leikurinn á viku og það er skemmtilegra að spila en að æfa og þetta er það sem við viljum. Við þurfum að halda áfram.“Sigurður Ingimundarson: Vona að Keflvíkingar rífi sig upp og mæti á leiki því þetta er góð skemmtun „Spiluðum fantavörn í seinni hálfleik og sérstaklega í fjórða leikhluta og það skilaði þessu í kvöld“, sagði þjálfari Keflvíkinga um hvað hafði skila sigrinum í hús. „Við vorum að gera þá hluti sem við ætluðum okkur, við gerðum þá reyndar frekar illa í vörninni í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn gekk ágætlega þar sem við fengum fleiri til að skora en í síðasta leik þetta er aðeins að rúlla betur hjá okkur og það er hellings vinna inni hjá okkur.“ Hópurinn er frekar lemstraður hjá Keflvíkingum en Sigurður sagði um það: „Það kom ekki að sök í kvöld en við höfum aðeins bætt í hópinn en bíðum spenntir eftir að fá þessa menn inn í hópinn aftur. Það er reyndar ekkert fyrr en eftir áramót þannig að það þýðir ekkert að tala um það.“ Sigurður var því næst spurður hvort það væru einhverjar áherslubreytingar hjá honum eftir þjálfaraskiptin og hvernig honum hafi fundist að vera að stýra Keflavík eftir skiptin. „Allir þjálfarar hafa sinn stíl og sína hluti, ég hef klárlega hluti sem ég vil sjá í leikjum og við erum að vinna í því. Mér fannst skemmtilegt í kvöld á hliðarlínunni, skemmtilegt að sjá liðið spila vel í seinni hálfleik. Það myndaðist stemmning í kringum það og jafnvel smá stemmning á pöllunum. Ég ætla nú samt að vona það að Keflvíkingar fari að rífa sig upp og mæta á leiki því þetta er góð skemmtun.“4. leikhluti | 96-84: Leik lokið!! Keflvíkingar sýndu mikinn karakter í lokaleikhlutanum og kláruðu gestina sína.4. leikhluti | 94-80: Grindvíkingar stoppa lekann með því að skora næstu fimm stig en tíminn er orðinn ansi knappur. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 94-75: Vítið fór niður frá Gunnari og Grindavík missti síðan boltann. Valur Orri Valsson setti í kjölfarið niður þrist og Þröstur Leó fylgdi í kjölfarið með fimm stig í röð og leikurinn gæti verið búinn. Grindavík tekur leikhlé þegar 1:47 eru eftir. 15-0 sprettur frá Keflavík4. leikhluti | 85-75: Keflvíkingar reyna að taka langar sóknir og það tekst, Gunnar Einarsson leggur boltann í körfuna um leið og skotklukkan líður og fær villu að auki. 10 stiga munur fyrir heimamenn og Grindvíkingar taka leikhlé þegar 3:13 eru eftir.4. leikhluti | 81-75: Mikið kapp hlaupið í leikmenn liðanna. Grindvíkingar brenna af víti, það getur verið svo dýrt að missa vítin niður. Keflvíkingar nýta tvö víti strax á eftir og munurinn er sex stig í stað fimm. 4:26 eftir.4. leikhluti | 79-74: Önnur óíþróttamannsleg villa á Grindavík, Valur Orri setti niður bæði vítin en Keflvíkingar missa boltann. 4:55 eftir.4. leikhluti | 77-72: Heimamenn ná fimm stiga mun og það er tekið leikhlé þegar 6:29 eru eftir. Það er að hitna í kolunum fyrir lokamínúturnar, maður finnur alveg fyrir því.4. leikhluti | 74-70: Valur Orri Valsson fer mikinn í lokafjórðungnum, hann hefur skorað sex af átta stigum heimamanna. Gestirnir halda í við gestina og líklega fer leikurinn niður vírinn. 7:40 eftir.4. leikhluti | 72-65: Keflvíkingar byrja fjórðunginn betur, skoruðu fyrstu sex stigin en Magnús Gunnarsson kom í veg fyrir sprettinn með þriggja stiga körfu, hann þekkir fjalirnar hér. 8:10 eftir.4. leikhluti | 68-62: Seinasti fjórðungurinn er hafinn, gestirnir hófu leik en misnotuðu sóknina. Heimamenn nýttu það og skoruðu góða körfu. 9:18 eftir.3. leikhluti | 66-62: Þriðja leikhluta er lokið og munurinn er orðinn fjögur stig heimamönnum í vil. Graves hinn fjórði setti niður flautu körfu og jók muninn eilítið. Það er áþreifanleg spenna í Sláturhúsinu fyrir seinasta fjórðunginn.3. leikhluti | 64-62: Aftur er skipst á að skora hér í Keflavík en heimamenn halda forskoti. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 62-60: Heimamenn náðu að jafna leikinn í 60-60 stálu síðan boltanum strax aftur og Gunni Einarss. komst á línuna og setti bæði vítin ofan í. Heimamenn aftur yfir. 2:13 eftir.3. leikhluti | 56-58: Gestirnir fengu þrjú vítaskot eftir broti í þriggja stiga skoti. Oddur R. Kristjánsson setti öll vítin niður en Keflvíkingar voru fljótir að svara. 3 mín eftir.3. leikhluti | 54-55: Leikurinn er mistækur hjá báðum liðum þessa stundina en Keflvíkingar draga gestina nær sér. 3:30 eftir.3. leikhluti | 50-53: Grindvíkingar hafa aukið ákafann í varnarleiknum og stolið boltanum í tvígang af Keflvíkingum og nýtt sér það og leiða með þremur. 5:30 eftir.3. leikhluti | 50-51: Um leið og ég sleppti orðinu um snöggkælingu skoraði Keflavík og Grindavík smellti niður þrist og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum. 6:32 eftir.3. leikhluti | 48-48: Það hefur snöggkólnað í Keflavík, skotin utan af velli rata ekki rétta leið hjá báðum liðum en gestirnir eru búnir að setja niður eitt víti. 7 mín eftir.3. leikhluti | 48-47: Seinni hálfleikur er hafinn. Heimamenn eru fyrstir á blað en gestirnir svara að bragði.. 9:25 eftir.2. leikhluti | 46-45: Hálfleikur. Keflvíkingar hafa forskotið en það verður ekki naumara. Annar fjórðungur einkenndist af því að liðin skipust á að skora og úr varð mikill barningur og hiti um skamma stund. Meira af þessu sama í seinni takk fyrir. Kannski aðeins betri vörn.2. leikhluti | 41-40: Bróðernið er mikið á milli liðanna, þeir skiptast á að skora. Heimamenn ná þó að halda Grrindvíkingum fyrir aftan sig en það er tæpt á þessu. 2 mín eftir.2. leikhluti | 37-34: Enn er skipst á körfum og það er hlaupið mikið kapp í bæði lið sem gerir þetta enn skemmtilegra. 4:21 eftir og það er tekið leikhlé.2. leikhluti | 35-30: Liðin skiptast á körfum, gestirnir ná að halda í við heimamenn. Rétt í þessu var verið að dæma óíþróttamannslega villu á gestina. Vítið fer niður og heimamenn halda boltanum. 6:15 eftir.2. leikhluti | 32-26: Grindvíkingar svara fyrir sig með fjórum stigum en Gunni Einarss. mætir aftur á svæðið og setur annan þrist niður. 7:31 eftir.2. leikhluti | 29-22: Annar fjórðungur er hafinn og heimamenn áttu fyrstu sóknina. Hún heppnaðist eftir sóknarfrákast, Keflavík stal síðan boltanum og Gunni Einarss. negldi niður þrist. 6-0 sprettur þegar 9:17 eru eftir.1. leikhluti | 23-22: Fyrsta fjórðung er lokið. Heimamenn byrjuðu betur en Grindvíkingar tóku við sér og byrjuðu að spila loksins þegar um fimm mínútur voru búnar. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í eitt stig með flautukörfu.1. leikhluti | 21-20: Víti fara forgörðum hjá báðum liðum, það gæti orðið dýrt. Annars skiptast liðin á körfum. 1 mín eftir.1. leikhluti | 17-17: Úr tíu stigum niður í 0, gestirnir eru búnir að jafna metin. Sóknir heimamanna ganga verr núna en það er varnarleik gestanna að þakka. 1:54 eftir.1. leikhluti | 17-12: Betra frá Grindvíkingum eftir leikhléið, þéttari vörn og meiri lipurð í sókn. 3:10 eftir.1. leikhluti | 15-7: Hörku varnarleikur hjá Ólafi Ólafss., William Thomas Grave IV var kominn í loftið og tilbúinn að hamra boltanum í körfuna en Ólafur kom svífandi og neitaði honum um aðgengi. Grindvíkingar brunuðu upp og settu boltann í körfuna. 4:38 eftir.1. leikhluti | 15-5: Keflvíkingar eru mikið ákveðnari í sínum aðgerðum í upphafi leiks. Grindvíkingar hafa tapað fjórum boltum með stuttu millibili. Gestirnir sjá sig neydda til að taka leikhlé þegar 4:53 eru eftir.1. leikhluti | 12-5: Heimamenn hafa sett tvær þriggja stiga niður og foskotið er átta stig þegar 6:10 eru eftir.1. leikhluti | 9-3: Keflvíkingar verið sterkari aðili fyrstu þrjár mínúturnar og leiða með sex stigum. 6:59 eftir.1. leikhluti | 5-0: Keflvíkingar eru fyrri á blað hér í kvöld, þriggja stiga skot ratar rétta leið eftir gott spil og síðan er bætt við laglegu stökkskoti. 8:03 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, mætingin er dræm en við vonum að þeir sem létu sjá sig láti vel í sér heyra. 9:58 eftir.Fyrir leik: Það er einnig rétt að benda á að þetta er fyrsti heimaleikur Sigurðar Ingimundarsonar eftir að hann tók aftur við Keflvíkingum. Það er margt í þessu.Fyrir leik: Eins og kom fram í frétt á Vísir.is í dag þá snýr Magnús Gunnarsson aftur á parketið í TM-höllinni en hann er nú í gulum búningi Grindvíkinga. Hann vill líklega standa sig vel fyrir sína menn á sínum gamla heimavelli.Fyrir leik: Bæði lið töpuðu í seinustu umferð. Grindavík fékk Stólana í heimsókn og tapaði með fimm stigum 97-102 á meðan Keflavík fóru í Grafarvoginn og töpuðu fyrir Fjölni með 12 stigum 93-81.Fyrir leik: Það eru dökkir tímar hjá báðum liðum eins og segir frá í inngangi fréttarinnar. Taphrina í gangi hjá báðum liðum en annað liðið allavega mun rétta úr kútnum í kvöld. Sú staðreynd leggst ofan á þá staðreynd að um nágrannaslag er að ræða, þannig að við sláum því föstu að það verður hörkuleikur í Sláturhúsinu.Fyrir leik: Komið sælir körfuknattleiks aðdáendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Grindavíkur sem fram fer í Keflavík eftir u.þ.b. 30 mínútur. Dominos-deild karla Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Keflavík vann granna sína úr Grindavík 96-84 en leikurinn var í járnum þar til fimm mínútur voru eftir. Þá settu heimamenn í fluggír og kláruðu leikinn á rúmum tveimur mínútum með 15-0 spretti. Þar með stöðvuðu heimamenn sína taphrinu en Grindvíkingar hafa ekki unnið í fimm leikjum í röð. Heimamenn voru sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og voru komnir 10 stigum yfir þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður. Grindvíkingar voru ekki vaknaðir en eftir að leikhlé var tekið og þjálfari gestanna var búinn að fara yfir það hvað hans menn þurftu að gera, náðu þeir að jafna metin með góðum kafla. Keflvíkingar voru þó með forskotið þegar fyrsta leikhluta var lokið en það var ekki nema eitt stig. Annar leikhluti var hin fínasta skemmtun en lengst af skiptust liðin á körfum , heimamenn þó alltaf skrefinu á undan og var forskot þeirra eitt til fimm stig á köflum í fjórðungnum. Um miðjan annan fjórðung var dæmd óíþróttamannsleg villa á Grindvíkinga og skamma stund eftir það var mikill barningur og hiti í leiknum og dómararnir hvíldu flautuna í dágóða stund og leyfðu ýmsar kítíngar milli leikmanna. Leikhlutinn leið og bróðerni milli liðanna þannig að skipst var á að setja boltann í körfuna. Staðan í hálfleik var 46-45 fyrir heimamenn. Eysteinn Bjarni Ævarsson var stigahæstur heimamanna með 12 stig og Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 13 stig fyrir gestina. Bæði lið voru ísköld í upphafi seinni hálfleiks en skot liðanna vildu bara ekki rata ofan í fyrstu þrjár mínúturnar. Grindvíkingar voru síðan fyrri til að taka við sér og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum með góðum kafla og komust mest í fjögurra stiga forskot. Eftir það datt leikurinn í sama far og hann hafði verið mestann hluta leiksins, það er liðin skiptust á að skora. Heimamenn náðu að naga forskotið niður og komast aftur yfir þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og leiddu með fjórum stigum þegar leikhlutanum var lokið, 66-62. Keflvíkingar héldu síðan áfram og skoruðu fyrstu sex stig seinasta leikhlutans áður en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig og komust í 10 stiga forystu. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í fimm stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Þá kom að snúningspunkti leiksins, Ómar Sævarsson fékk þá dæmda á sig óíþróttamannslega villu og í kjölfarið lokuðu heimamenn leiknum með því að skora 25 stig á móti einu stigi gestanna og má þakka fyrir góðum varnarleik Keflvíkinga og fljótfærni gestanna þegar þeir sáu í hvað stefndi. Eftir það var eftir leikurinn auðveldur og heimamenn sigldu sigrinum í heimahöfn og minni spámenn fengu að spreyta sig á lokamínútunum. Lokatölur urðu 96-84 þar sem sex leikmenn heimamanna skoruðu 11 stig eða meira en William Thomas Graves IV leiddi lestina með 17 stig. Grindvíkingar þurfa heldur betur að bíta í skjaldarrendur en taphrina þeirra er komin í fimm leiki og nálgast þeir óðfluga rangan enda stöðutöflunar.Magnús Þór Gunnarsson: Vorum að flýta okkur of mikið í lokin Heimkoma Magnúsar Þór Gunnarsson var ekki ánægjuleg en lið hans Grindavík mátti þola tap á móti fyrrum félögum Magnúsar fyrr í kvöld. Hann var spurður hvar leikurinn tapaðist: „Við fórum að flýta okkur alltof mikið í lok leiks, við vorum að tapa með 10 stigum þegar um fjórar mínútur voru eftir og þá fórum við að skjóta eins og það væru sjö sekúndur eftir. Við ætluðum að skora 10 stig í einu og bara klúðruðum þessum leik. Við fórum alltof fljótt út úr hlutunum og stóðum okkur ekki sem skildi en stóðum okkur vel fram að því.“ Hann var spurður út í fimm leikja taphrinu Grindavíkur og hvað þyrfti að gerast til að snúa við taflinu. „Fyrst og fremst að spila betri vörn og skora meira en andstæðingurinn. Þetta eru engin geimvísindi, eins og Ólafur [Ólafsson] sagði eftir leikinn á móti Tindastól þá er þetta fari að taka á sálina hjá mönnum. Þetta er nú samt þannig að því fleiri leikir sem lið tapa þá styttist alltaf í sigurleikinn þannig að við höldum áfram gakk og verðum graðir og sterkir á æfingum. Það er bikarleikur á sunnudaginn og við þurfum að leggja í hann. Það gæti verið gott að fá aðra keppni til að snúa þessu við, þetta verður þriðji leikurinn á viku og það er skemmtilegra að spila en að æfa og þetta er það sem við viljum. Við þurfum að halda áfram.“Sigurður Ingimundarson: Vona að Keflvíkingar rífi sig upp og mæti á leiki því þetta er góð skemmtun „Spiluðum fantavörn í seinni hálfleik og sérstaklega í fjórða leikhluta og það skilaði þessu í kvöld“, sagði þjálfari Keflvíkinga um hvað hafði skila sigrinum í hús. „Við vorum að gera þá hluti sem við ætluðum okkur, við gerðum þá reyndar frekar illa í vörninni í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn gekk ágætlega þar sem við fengum fleiri til að skora en í síðasta leik þetta er aðeins að rúlla betur hjá okkur og það er hellings vinna inni hjá okkur.“ Hópurinn er frekar lemstraður hjá Keflvíkingum en Sigurður sagði um það: „Það kom ekki að sök í kvöld en við höfum aðeins bætt í hópinn en bíðum spenntir eftir að fá þessa menn inn í hópinn aftur. Það er reyndar ekkert fyrr en eftir áramót þannig að það þýðir ekkert að tala um það.“ Sigurður var því næst spurður hvort það væru einhverjar áherslubreytingar hjá honum eftir þjálfaraskiptin og hvernig honum hafi fundist að vera að stýra Keflavík eftir skiptin. „Allir þjálfarar hafa sinn stíl og sína hluti, ég hef klárlega hluti sem ég vil sjá í leikjum og við erum að vinna í því. Mér fannst skemmtilegt í kvöld á hliðarlínunni, skemmtilegt að sjá liðið spila vel í seinni hálfleik. Það myndaðist stemmning í kringum það og jafnvel smá stemmning á pöllunum. Ég ætla nú samt að vona það að Keflvíkingar fari að rífa sig upp og mæta á leiki því þetta er góð skemmtun.“4. leikhluti | 96-84: Leik lokið!! Keflvíkingar sýndu mikinn karakter í lokaleikhlutanum og kláruðu gestina sína.4. leikhluti | 94-80: Grindvíkingar stoppa lekann með því að skora næstu fimm stig en tíminn er orðinn ansi knappur. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 94-75: Vítið fór niður frá Gunnari og Grindavík missti síðan boltann. Valur Orri Valsson setti í kjölfarið niður þrist og Þröstur Leó fylgdi í kjölfarið með fimm stig í röð og leikurinn gæti verið búinn. Grindavík tekur leikhlé þegar 1:47 eru eftir. 15-0 sprettur frá Keflavík4. leikhluti | 85-75: Keflvíkingar reyna að taka langar sóknir og það tekst, Gunnar Einarsson leggur boltann í körfuna um leið og skotklukkan líður og fær villu að auki. 10 stiga munur fyrir heimamenn og Grindvíkingar taka leikhlé þegar 3:13 eru eftir.4. leikhluti | 81-75: Mikið kapp hlaupið í leikmenn liðanna. Grindvíkingar brenna af víti, það getur verið svo dýrt að missa vítin niður. Keflvíkingar nýta tvö víti strax á eftir og munurinn er sex stig í stað fimm. 4:26 eftir.4. leikhluti | 79-74: Önnur óíþróttamannsleg villa á Grindavík, Valur Orri setti niður bæði vítin en Keflvíkingar missa boltann. 4:55 eftir.4. leikhluti | 77-72: Heimamenn ná fimm stiga mun og það er tekið leikhlé þegar 6:29 eru eftir. Það er að hitna í kolunum fyrir lokamínúturnar, maður finnur alveg fyrir því.4. leikhluti | 74-70: Valur Orri Valsson fer mikinn í lokafjórðungnum, hann hefur skorað sex af átta stigum heimamanna. Gestirnir halda í við gestina og líklega fer leikurinn niður vírinn. 7:40 eftir.4. leikhluti | 72-65: Keflvíkingar byrja fjórðunginn betur, skoruðu fyrstu sex stigin en Magnús Gunnarsson kom í veg fyrir sprettinn með þriggja stiga körfu, hann þekkir fjalirnar hér. 8:10 eftir.4. leikhluti | 68-62: Seinasti fjórðungurinn er hafinn, gestirnir hófu leik en misnotuðu sóknina. Heimamenn nýttu það og skoruðu góða körfu. 9:18 eftir.3. leikhluti | 66-62: Þriðja leikhluta er lokið og munurinn er orðinn fjögur stig heimamönnum í vil. Graves hinn fjórði setti niður flautu körfu og jók muninn eilítið. Það er áþreifanleg spenna í Sláturhúsinu fyrir seinasta fjórðunginn.3. leikhluti | 64-62: Aftur er skipst á að skora hér í Keflavík en heimamenn halda forskoti. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 62-60: Heimamenn náðu að jafna leikinn í 60-60 stálu síðan boltanum strax aftur og Gunni Einarss. komst á línuna og setti bæði vítin ofan í. Heimamenn aftur yfir. 2:13 eftir.3. leikhluti | 56-58: Gestirnir fengu þrjú vítaskot eftir broti í þriggja stiga skoti. Oddur R. Kristjánsson setti öll vítin niður en Keflvíkingar voru fljótir að svara. 3 mín eftir.3. leikhluti | 54-55: Leikurinn er mistækur hjá báðum liðum þessa stundina en Keflvíkingar draga gestina nær sér. 3:30 eftir.3. leikhluti | 50-53: Grindvíkingar hafa aukið ákafann í varnarleiknum og stolið boltanum í tvígang af Keflvíkingum og nýtt sér það og leiða með þremur. 5:30 eftir.3. leikhluti | 50-51: Um leið og ég sleppti orðinu um snöggkælingu skoraði Keflavík og Grindavík smellti niður þrist og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum. 6:32 eftir.3. leikhluti | 48-48: Það hefur snöggkólnað í Keflavík, skotin utan af velli rata ekki rétta leið hjá báðum liðum en gestirnir eru búnir að setja niður eitt víti. 7 mín eftir.3. leikhluti | 48-47: Seinni hálfleikur er hafinn. Heimamenn eru fyrstir á blað en gestirnir svara að bragði.. 9:25 eftir.2. leikhluti | 46-45: Hálfleikur. Keflvíkingar hafa forskotið en það verður ekki naumara. Annar fjórðungur einkenndist af því að liðin skipust á að skora og úr varð mikill barningur og hiti um skamma stund. Meira af þessu sama í seinni takk fyrir. Kannski aðeins betri vörn.2. leikhluti | 41-40: Bróðernið er mikið á milli liðanna, þeir skiptast á að skora. Heimamenn ná þó að halda Grrindvíkingum fyrir aftan sig en það er tæpt á þessu. 2 mín eftir.2. leikhluti | 37-34: Enn er skipst á körfum og það er hlaupið mikið kapp í bæði lið sem gerir þetta enn skemmtilegra. 4:21 eftir og það er tekið leikhlé.2. leikhluti | 35-30: Liðin skiptast á körfum, gestirnir ná að halda í við heimamenn. Rétt í þessu var verið að dæma óíþróttamannslega villu á gestina. Vítið fer niður og heimamenn halda boltanum. 6:15 eftir.2. leikhluti | 32-26: Grindvíkingar svara fyrir sig með fjórum stigum en Gunni Einarss. mætir aftur á svæðið og setur annan þrist niður. 7:31 eftir.2. leikhluti | 29-22: Annar fjórðungur er hafinn og heimamenn áttu fyrstu sóknina. Hún heppnaðist eftir sóknarfrákast, Keflavík stal síðan boltanum og Gunni Einarss. negldi niður þrist. 6-0 sprettur þegar 9:17 eru eftir.1. leikhluti | 23-22: Fyrsta fjórðung er lokið. Heimamenn byrjuðu betur en Grindvíkingar tóku við sér og byrjuðu að spila loksins þegar um fimm mínútur voru búnar. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í eitt stig með flautukörfu.1. leikhluti | 21-20: Víti fara forgörðum hjá báðum liðum, það gæti orðið dýrt. Annars skiptast liðin á körfum. 1 mín eftir.1. leikhluti | 17-17: Úr tíu stigum niður í 0, gestirnir eru búnir að jafna metin. Sóknir heimamanna ganga verr núna en það er varnarleik gestanna að þakka. 1:54 eftir.1. leikhluti | 17-12: Betra frá Grindvíkingum eftir leikhléið, þéttari vörn og meiri lipurð í sókn. 3:10 eftir.1. leikhluti | 15-7: Hörku varnarleikur hjá Ólafi Ólafss., William Thomas Grave IV var kominn í loftið og tilbúinn að hamra boltanum í körfuna en Ólafur kom svífandi og neitaði honum um aðgengi. Grindvíkingar brunuðu upp og settu boltann í körfuna. 4:38 eftir.1. leikhluti | 15-5: Keflvíkingar eru mikið ákveðnari í sínum aðgerðum í upphafi leiks. Grindvíkingar hafa tapað fjórum boltum með stuttu millibili. Gestirnir sjá sig neydda til að taka leikhlé þegar 4:53 eru eftir.1. leikhluti | 12-5: Heimamenn hafa sett tvær þriggja stiga niður og foskotið er átta stig þegar 6:10 eru eftir.1. leikhluti | 9-3: Keflvíkingar verið sterkari aðili fyrstu þrjár mínúturnar og leiða með sex stigum. 6:59 eftir.1. leikhluti | 5-0: Keflvíkingar eru fyrri á blað hér í kvöld, þriggja stiga skot ratar rétta leið eftir gott spil og síðan er bætt við laglegu stökkskoti. 8:03 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, mætingin er dræm en við vonum að þeir sem létu sjá sig láti vel í sér heyra. 9:58 eftir.Fyrir leik: Það er einnig rétt að benda á að þetta er fyrsti heimaleikur Sigurðar Ingimundarsonar eftir að hann tók aftur við Keflvíkingum. Það er margt í þessu.Fyrir leik: Eins og kom fram í frétt á Vísir.is í dag þá snýr Magnús Gunnarsson aftur á parketið í TM-höllinni en hann er nú í gulum búningi Grindvíkinga. Hann vill líklega standa sig vel fyrir sína menn á sínum gamla heimavelli.Fyrir leik: Bæði lið töpuðu í seinustu umferð. Grindavík fékk Stólana í heimsókn og tapaði með fimm stigum 97-102 á meðan Keflavík fóru í Grafarvoginn og töpuðu fyrir Fjölni með 12 stigum 93-81.Fyrir leik: Það eru dökkir tímar hjá báðum liðum eins og segir frá í inngangi fréttarinnar. Taphrina í gangi hjá báðum liðum en annað liðið allavega mun rétta úr kútnum í kvöld. Sú staðreynd leggst ofan á þá staðreynd að um nágrannaslag er að ræða, þannig að við sláum því föstu að það verður hörkuleikur í Sláturhúsinu.Fyrir leik: Komið sælir körfuknattleiks aðdáendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Grindavíkur sem fram fer í Keflavík eftir u.þ.b. 30 mínútur.
Dominos-deild karla Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira