„Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 Beyoncé í leggings frá E-label til vinstri og Solange í kjól frá Ostwald Helgason til hægri. Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira