Uppgreiðsluvandinn enn myllusteinn um háls Íbúðalánasjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2014 21:30 Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans. Klinkið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans.
Klinkið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira