Svali var staddur í New York þar sem hann var að taka viðtal við íslensku strákana sem spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum í vetur. Þáttur um þá verður sýndur á Stöð 2 Sport um jólin.
Svali og Garðar Örn Arnarson, starfmaður 365 miðla fengu smá tíma á gólfinu í Madison Square Garden í New York, einu af frægustu íþróttahúsum heimsins, og Svali snýtti tækifærið og setti niður nokkra þrista.
Svali hefur verið stuðningsmaður New York Knicks í langan tíma og það var því ekki leiðinlegt fyrir hann að kynnast gólfinu og körfunum í Madison Square Garden aðeins betur.
Svali lék á sínum tíma 99 leiki í úrvalsdeild karla og skoraði í þeim 79 þriggja stiga körfur en hann var með yfir einn þrist að meðaltali fjögur tímabil í röð (1998-89, 1989-90, 1990-01 og 1991-92).
Hér fyrir neðan má sjá myndband með Svala í Madison Square Garden.