Hér má sjá auglýsinguna:
Í auglýsingunni er sýnt frá ungri íslenskri konu sem fær þau tíðindi að hún geti ekki, starfs síns vegna, haldið til Íslands yfir hátíðarnar. Hún á greinilega erfitt með sig af þeim sökum, reynir að útskýra stöðuna fyrir móður sinni sem greinilega vill fá stelpuna sína heim um jólin. Konan reynir að gera það besta úr stöðunni. Þannig fer hún með gjafir, sem virðast eiga að fara heim til Íslands, á flugvöllinn í Berlín og kemur þeim í hendur vina sem eru að fara í flug. Síðan sést í flugvél Icelandair á flugvellinum.
Íslenska auglýsingastofan skrifaði handritið að auglýsingunni.
Icelandair flýgur til þriggja borga í Þýskalandi, Hamburg, Frankfurt og München, en eina íslenska flugfélagið sem flýgur beint til Berlínar er samkeppnisaðili Icelandair, Wow air.