Við höfum séð "ný" félög stilla sér upp í toppsætum deildanna. Í Austurdeildinni eru það lið eins og Toronto Raptors og Washington Wizards en í Vesturdeildinni eru það Memphis Grizzlies og Golden State Warriors sem eru í efstu sætunum eftir fyrsta mánuðinn. Þetta lofar góður fyrir spennandi vetur og baráttu um efstu sætin inn í úrslitakeppnina.
Hér fyrir neðan má sjá bestu tilþrifin frá nóvembermánuði, flottustu troðslurnar, tíu bestu ökklabrjótanna, bestu flautukörfurnar og síðast en ekki síst myndband með mörgu því óvenjulega og fyndna sem gerðist í nóvember (og smá október) í NBA-deildinni í körfubolta.
Það er auðveldlega hægt að gleyma sér í heimi þessara ótrúlegu íþróttamanna og þakka fyrir að NBA-deildin sé svona dugleg að halda utan um flottustu myndbrotin úr leikjum deildarinnar.