Engin slys en þónokkuð tjón víða 1. desember 2014 07:22 Vísir/Ernir Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi. Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi.
Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira