Þreföld tvenna Kobe í sigri Lakers | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:04 Vísir/Getty LA Lakers vann afar sterkan og langþráðan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum í nótt, 129-122, í framlengdum leik. Toronto er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hafði unnið þrettán af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu sem er besta byrjun félagsins í sögu þess. Kobe Bryant fór mikinn í sigri Lakers en hann var með 31 stig, tólf stoðsendingar og ellefu fráköst. Þetta var hans 20. þrefalda tvenna á ferlinum. Alls voru sjö leikmenn Lakers með minnst tíu stig í leiknum. Kyle Lowry var með 29 stig, níu stoðsendingar og sex fráköst fyrir Toronto en Terrence Ross var með 20 stig. DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður Toronto, var ekki með liðinu í nótt vegna slæmra nárameiðsla sem hann varð fyrir í tapi Toronto gegn Dallas á föstudagskvöldið. Meistarar San Antonio unnu Boston, 111-89, á útivelli en þjálfari liðsins, Greg Popovich, sneri aftur á hliðarlíuna eftir að hafa gengist undir smávægilega aðgerð. Danny Green skoraði átján stig fyrir San Antonio og Boris Diaw fimmtán. Jeff Green var með sextán fyrir Boston sem hefur tapað sjö af síðust átta leikjum sínum. Rajon Rondo skoraði aðeins tvö stig í leiknum og klikkaði á báðum vítaskotunum sínum. Hann hefur nýtt aðeins níu af 30 vítaskotum sínum á tímabilinu til þessa.Golden State vann Detroit, 104-93, og þar með sinn níunda sigur í röð. Draymond Green var með 20 stig og Steph Curry bætti við sextán auk þess sem han ngaf tíu stoðsendingar. Þetta var áttunda tap Detroit í röð en það er lengsta taphrinan á ferli þjálfarans Stan Van Gundy.Miami vann New york, 86-79. Dwyane Wade sneri aftur eftir að hafa misst af síðustu sjö leikjum liðsins og skoraði 27 stig, þar af þrettán í fjórða leikhluta. Chris Bosh kom næstur með 20 stig. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir New York en hann hafði misst af tveimur leikjum vegna bakmemiðsla.Úrslit næturinnar: Boston - San Antonio 89-111 Brooklyn - Chicago 84-102 Detroit - Golden State 93-104 Sacramento - Memphis 85-97 New York - Miami 79-86 Phoenix - Orlando 90-93 Portland - Minnesota 107-93 LA Lakers - Toronto 129-122 NBA Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
LA Lakers vann afar sterkan og langþráðan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum í nótt, 129-122, í framlengdum leik. Toronto er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hafði unnið þrettán af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu sem er besta byrjun félagsins í sögu þess. Kobe Bryant fór mikinn í sigri Lakers en hann var með 31 stig, tólf stoðsendingar og ellefu fráköst. Þetta var hans 20. þrefalda tvenna á ferlinum. Alls voru sjö leikmenn Lakers með minnst tíu stig í leiknum. Kyle Lowry var með 29 stig, níu stoðsendingar og sex fráköst fyrir Toronto en Terrence Ross var með 20 stig. DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður Toronto, var ekki með liðinu í nótt vegna slæmra nárameiðsla sem hann varð fyrir í tapi Toronto gegn Dallas á föstudagskvöldið. Meistarar San Antonio unnu Boston, 111-89, á útivelli en þjálfari liðsins, Greg Popovich, sneri aftur á hliðarlíuna eftir að hafa gengist undir smávægilega aðgerð. Danny Green skoraði átján stig fyrir San Antonio og Boris Diaw fimmtán. Jeff Green var með sextán fyrir Boston sem hefur tapað sjö af síðust átta leikjum sínum. Rajon Rondo skoraði aðeins tvö stig í leiknum og klikkaði á báðum vítaskotunum sínum. Hann hefur nýtt aðeins níu af 30 vítaskotum sínum á tímabilinu til þessa.Golden State vann Detroit, 104-93, og þar með sinn níunda sigur í röð. Draymond Green var með 20 stig og Steph Curry bætti við sextán auk þess sem han ngaf tíu stoðsendingar. Þetta var áttunda tap Detroit í röð en það er lengsta taphrinan á ferli þjálfarans Stan Van Gundy.Miami vann New york, 86-79. Dwyane Wade sneri aftur eftir að hafa misst af síðustu sjö leikjum liðsins og skoraði 27 stig, þar af þrettán í fjórða leikhluta. Chris Bosh kom næstur með 20 stig. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir New York en hann hafði misst af tveimur leikjum vegna bakmemiðsla.Úrslit næturinnar: Boston - San Antonio 89-111 Brooklyn - Chicago 84-102 Detroit - Golden State 93-104 Sacramento - Memphis 85-97 New York - Miami 79-86 Phoenix - Orlando 90-93 Portland - Minnesota 107-93 LA Lakers - Toronto 129-122
NBA Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti