Rajon Rondo til Dallas Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2014 12:00 Rajon Rondo hefur spilað vel með Boston í vetur. vísir/getty Rajon Rondo, leikstjórnandinn magnaði sem hefur leikið með Boston Celtics allan sinn feril og varð NBA-meistari með liðinu árið 2008, er genginn í raðir Dallas Mavericks. Fram kemur á vef ESPN að honum hafi verið skipt til Dallas ásamt framherjanum Dwight Powell en á móti fær Boston Brandan Wright, Jae Crowder og Jameer Nelson. Boston fær einnig fyrsta valrétt Dallas í nýliðavalinu á næsta ári og valrétt í annarri umferðinni árið 2016. Dallas borgar Boston svo 12,9 milljónir dala til viðbótar. „Tími minn í Boston hefur verið svo góður. Ég ólst upp í þessari borg sem körfuboltamaður og persóna. Ég elska stuðningsmennina sem eru þeir bestu í deildinni. Ég hlakka til að byggja upp eitthvað spennandi í Dallas,“ sagði Rondo á Twitter-síðu sinni í nótt. Dallas er búið að vinna 19 leiki og tapa átta í deildinni og er í góðum málum í vesturdeildinni. Það mætir NBA-meisturum San Antonio Spurs á laugardaginn. Með brotthvarfi Rondo frá Boston er nú allt byrjunarliðið sem vann meistaratitilinn árið 2008 farið. Paul Pierce og Kevin Garnett fóru til Brooklyn og Pierce svo til Washington í sumar. Ray Allen vann meistaratitilinn með Miami í fyrra og Kendrick Perkins fór til OKC.Welcome to Dallas @RajonRondo! #NBABallot http://t.co/Gp8oR8R9AI pic.twitter.com/8rMShqqRqP— Dallas Mavericks (@dallasmavs) December 19, 2014 I look forward to building something special in Dallas.— Rajon Rondo (@RajonRondo) December 19, 2014 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Rajon Rondo, leikstjórnandinn magnaði sem hefur leikið með Boston Celtics allan sinn feril og varð NBA-meistari með liðinu árið 2008, er genginn í raðir Dallas Mavericks. Fram kemur á vef ESPN að honum hafi verið skipt til Dallas ásamt framherjanum Dwight Powell en á móti fær Boston Brandan Wright, Jae Crowder og Jameer Nelson. Boston fær einnig fyrsta valrétt Dallas í nýliðavalinu á næsta ári og valrétt í annarri umferðinni árið 2016. Dallas borgar Boston svo 12,9 milljónir dala til viðbótar. „Tími minn í Boston hefur verið svo góður. Ég ólst upp í þessari borg sem körfuboltamaður og persóna. Ég elska stuðningsmennina sem eru þeir bestu í deildinni. Ég hlakka til að byggja upp eitthvað spennandi í Dallas,“ sagði Rondo á Twitter-síðu sinni í nótt. Dallas er búið að vinna 19 leiki og tapa átta í deildinni og er í góðum málum í vesturdeildinni. Það mætir NBA-meisturum San Antonio Spurs á laugardaginn. Með brotthvarfi Rondo frá Boston er nú allt byrjunarliðið sem vann meistaratitilinn árið 2008 farið. Paul Pierce og Kevin Garnett fóru til Brooklyn og Pierce svo til Washington í sumar. Ray Allen vann meistaratitilinn með Miami í fyrra og Kendrick Perkins fór til OKC.Welcome to Dallas @RajonRondo! #NBABallot http://t.co/Gp8oR8R9AI pic.twitter.com/8rMShqqRqP— Dallas Mavericks (@dallasmavs) December 19, 2014 I look forward to building something special in Dallas.— Rajon Rondo (@RajonRondo) December 19, 2014
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira