Tveir í röð hjá Grindavíkingum - öll úrslit kvöldsins í körfunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Sævarsson.Vísir/Ernir
Grindvíkingar eru að lifna við í karlakörfuboltanum eftir erfitt gengi á fyrri hluta tímabilsins en Grindavíkurliðið fangaði sínum öðrum sigri í röð í kvöld þegar liðið vann 11 stiga heimasigur á Snæfelli, 98-87.
Grindavík var aðeins búið að vinna tvo af fyrstu níu leikjum sínum fyrir þessa tvo sigurleiki í röð en núna er liðið aftur farið að nálgast sætin sem gefa farseðla í úrslitakeppnina næsta vor.
Rodney Alexander fór á kostum í Grindavíkurliðinu í kvöld en hann var með 27 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar en fyrirliðinn Ómar Sævarsson bætti við 12 stigum, 8 fráköst og 7 stoðsendingum.
Annars voru margir að skora fyrir Grindavík í kvöld og alls skoruðu sex leikmenn liðsins níu stig eða minna.
Grindavíkurliðið lagði eiginlega grunninn að sigrinum með ótrúlegum kafla í byrjun annars leikhluta sem liðið vann 18-2 og komst í framhaldinu 19 stigum yfir, 42-23.
Grindavík var þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 24-2, en var síðan með tíu stiga forskot í hálfleik, 53-43.
Hér fyrir neðan má sjö öll úrslit og alla stigaskorara í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta.
KR-ingar fara taplausir í jólafrí eftir 41 stigs sigur á botnliði Fjölnis, 103-62, í Dominos-deild karla í DHL-höllinni í kvöld en þetta var lokaleikur liðanna á árinu 2014. Það stoppar ekkert KR-liðið eða Pavel Ermolinskij sem náði enn einni þrennunni í kvöld.
Dustin Salisbery lék sinn síðasta leik með Njarðvíkingum í kvöld þegar þeir unnu 28 stiga stórsigur á Þór úr Þorlákshöfn, 96-68, í Dominos-deild karla í kvöld en þetta var lokaleikur liðanna fyrir jólafrí.
Tindastóll verður með fullkominn heimavallarárangur yfir jólin eftir 36 stiga stórsigur á Skallagrími, 104-68, í Dominos-deild karla í kvöld en þetta var lokaleikur liðanna fyrir jólafrí.